Nýjasta lagið með í svörtum fötum finnst mér vera hrein snilld. Mér finnst það jólalegt og rómantísk um leið en það er alveg æði að hafa þessar fiðlur með því þær skapa smá stemmningu og þetta lag virkar svo skringilega á mig því þegar ég heyri það verður mér svo heitt og mér finnst ég finna frið og það fer hrollur um mig af því hversu gott þetta lag er og þeir sem segja bara “þetta er allt of væmið” bara til að vera cool ættu í alvöru að prófa að hlusta á lagið og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er æðislegt lag þótt það mætti alveg betrumbæta textan aðeins.