Níunda tölublað tónlistar og menningarritsins Sánd flæðir nú um götur borgarinnar og nærliggjandi kaupstaði… meira að segja til Færeyja. Nýja blaðið er stútfullt af efni, einkaviðtöl við listamenn og “athafnamenn” á borð við Ron Jeremy, Supergrass, ASH, Hives og Snapcase ásamt ógleymdum Ensími piltunum sem prýða forsíðu blaðsins (ásamt forlátum ískápi…) Einnig eru viðtöl við listamenn og bönd á borð við Búdrýgindi, Nýdönsk, Bent & 7berg, Land og syni, Í svörtum fötum, Móra, Bubba, Pál Óskar, Hrönn Sveins og marga fleiri. Umfjöllun um kvikmyndir og tölvuleiki ásamt ítarlegri umfjöllun um Iceland Airwaves sem haldin var fyrir stuttu. Er þetta annað tölublað Sánd á stuttum tíma, en hér verður ekki látið kyrrt við sitja þar sem stefnt er á annað tölublað áður en árið er liðið. Sánd kostar ekki krónu og þú getur nálgast blaðið á flestum stöðum þar sem fólk kemur saman