AMPOP gefur út sína aðra breiðskífu “MADE FOR MARKET.”
Platan kemur út á vegum TMT entertainment, 
merki Thule útgáfunnar nú fyrir jól.  Fyrr á árinu kom út smáskífan “Made for Market” á vegum breska fyrirtækisins Static Caravan, og hefur hún hlotið frábæra dóma hvarvetna. 
AMPOP munu fagna útgáfunni er líða dregur nær jólum, en ekki er 
komin dagsetning á fyrirhugaðan útgáfukonsert.  
AMPOP skipa þeir Birgir Hilmarsson og Kjartan F. Ólafsson, en 
á plötunni njóta þeir stuðnings ýmissa áhugaverðra tónlistarmanna.