Sælt veri fólkið á hugi.is !

Ég er einn af þessum hér í borg sem spilar á gítar og fynnst gaman að syngja og semja tónlist með vinum sínum. Einn virðist þó vandinn vera, okkur tekst ekkert að fá húsnæði til að vera í og því getur verið langt á milli æfinga hjá okkur. Er þetta frekar lamandi ástand, þó að við séum allir alltaf að leika okkur á hljóðfærin þá erum við ekki að spila saman heldur hver í sínu horni sem er ekki svo gott.

Hvernig er það með þetta tónlistabatterí hér í bæ! Hvernig á maður eginlega að fá húsnæði þegar það eru engin húsnæði að fá? Ég er í feitum vandræðum með þettað og skil ekki afhverju það gengur ekkert að fá hús. Efast ekki um að það eru allavega tugir ef ekki hundruðir tónlista þyrstir borgarbúar sem vildu að þeir hefðu aðstöðu til að leika listina sem við öll elskum svo mikið. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert við þessu? Þetta er vandamál sem verður ekki svo fljót leyst en á meðan þetta vandamál er til staðar þá er verið að kæfa fullt af efnilegum böndum í fæðingu og það getur ekki talist gott mál.

Hvað finnst þér?