Supergrass - Life on Other Planets

Enn og aftur gefa Supergrass út plötu. Þetta er fjórða breiðskífan þeirra og vonandi ekki sú síðasta. Platan inniheldur 12 góð lög. Í heild er platan mjög góð og auðmelt. Supergrass hafa verið þekktir fyrir að gefa frá sér lifandi, fjörugar og jákvæðar plötur og hér er engin undantekning á ferð. Þeir virðast samt hafa aðeins róast í fjörinu því að það eru fá lög á plötunni sem að ná upp stemningunni eins vel og lög á við Richard III, Alright, Sun Hits the Sky, Pumping on your Stereo eða Lenny. Þau lög sem komast næst því á plötunni eru Brecon Beacons, Grace(hefur fengið spilun í útvarpi upp á síðkastið), Never Done Nothing Like That Before og La Song. Öll lög á disknum eru vel sett saman og hljóma vel í þeim græjum sem ég hef slengt disknum í. Röddunin í þeim lögum sem við á er mjög flott og vel samsett og gefur lögunum mun meira líf, gott dæmi um þetta er lagið Grace og Cant Get Up.

Supergrass og Parlophone (útgefandinn) eru greinilega “up to date” varðandi markaðsetningu og hafa fært sér netið og netverja í nyt, því hægt er að fá að hlusta á alla plötuna á slóðinni hér að neðan. Besta auglýsingin er að sjálfsögðu þeir sem hlusta og eins og markaðurinn er í dag og verðlagning á geisladiskum þá er þetta báðum aðilum í hag, ef notandinn getur hlustað á plötuna áður en hann kaupir hana þá veit hann hverju má við búast og veit að hann er ekki að kaupa köttinn í sekknum og með því móti fær hljómsveitin/útgáfufyrirtækið hollvini.

http://www.parlophone.co.uk/supergrass_lis ten/

Ég gef þessari plötu 3 og 1/2 af 5 mögulegum. Þessi plata er góð í bílinn og næsta party.


Lagalisti:
1. Za
2. Rush Hour Soul
3. Seen The Light
4. Brecon Beacons
5. Cant Get Up
6. Evening of the Day
7. Never Done Nothing Like That Before
8. Funniest Thing
9. Grace
10. La Song
11. Prophet 15
12. Run

Breiðskífur frá Supergrass
I should Coco - 1995
In it for the money - 1997
Supergrass - 1999
Life On Other Planets - 2002

Hægt er að nálgast upplýsingar um hljómsveitina hér:
http://strangeones.com/

Hér er svo hægt að kaupa diskinn en hann kemur í verslanir hér 15 okt, ef hann er ekki kominn.
http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/B00006IGQ6/qid =1034081845/sr=2-1/ref=sr_2_1/104-2138603-8754335