Hvernig haga skal safni MP3 skjala (MPEG layer 3)

Fyrsta útgáfa (v.1.0)
Breytingar og lagfæringar: jolly2000@softhome.net



Lykill:
Stjarna (+) = Mappa



1. Möppur
———–

1.1. Efst skulu vera tvær möppur
+Flokkað->mappa með lögum sem fylgja stöðlum sem teknir eru fram í þessu skjali
+Óflokkað->mappa með lögum sem ekki fyglgja stöðlum sem teknir eru fram í þessu skjali
1.2. Undir +Flokkað:
(M) +Artist
+Plata - > Aðeins heilar plötur
Lög eftir viðeigandi artist - > Aðeins stakar skrár
1.3. Undir +Óflokkað
Lög í “óreglu” tileheyra þessari möppu


2. Skjalanöfn
———-

2.1. Aðeins tvær leiðir til þess að skýra skjöl (.mp3)
Artist - Album - Track# - TrackName.mp3 (dæmi: A Perfect Circle - Mer De Noms - 01 - The Hollow.mp3)
- > Þegar heila plata er til staðar
Artist - TrackName.mp3 (dæmi: Alice in Chains - Would.mp3)
- > Þegar aðeins er til eitt skjal en ekki heil plata sem lagið er hluti af
2.2. Tæknileg atriði
2.2.1. Smáorð skilgreind í málfræði hvers tungumál eru einu orðin sem ekki eru með stórum staf í fyrsta staf orðsins
- > undantekning á þessu atriði eru vitanlega til (dæmi: TOOL ekki Tool)
2.2.2. Lagaheiti með erlendum stöfum/heitum skal framfylgja eftir bestu getu. Ef stýrikerfi leyfir ekki erlenda stafi skal skipta þeim út fyrir stafi líka þeim í enska stafrófinu. Lagaheiti með táknum sem eigi er hægt að rita í viðkomandi stýrikerfi skal sleppa.
2.2.3. Rita skal .mp3 með litlum stöfum

3. ID3v1 og ID3v2
———-

3.1. Fylla skal út eftirfarandi reiti eftir bestu getu með öllum erlndum stöfum/táknum
a. Listamaður
b. Lagaheiti
c. Plötuheiti*
d. Númer lags á plötu*
e. Útgáfu ár*

* ekki nauðsynlegt nema um heila plötu sé að ræða

3.2. Aðra reiti skal ekki fylla út

3.3. Ekki er nauðsynlegt að hafa ID3v1 en halda skal reglu og sleppa þá ID3v1 algjörlega. Athuga skal takmörk ID3v1 í texta lengd hvers reits.

4. Annað
———–

4.1. Þegar fleiri en einn listamður kemur til greina í laginu skal nota báða í lagaheiti
4.2. Forrit sem spara tíma í flokkun skjala og notkun ID3 upplýsinga.
a. MP3/Tag Studio 3.01 (www.magnusbrading.com/mp3ts)
4.3. Önnur góð forrit til spilunar og birtingar á skjölum
a. Winamp með WinCue “plug-in” (www.winamp.com)


© Jökull Auðunsson áhugamaður góðrar tónlista