Nú í dag (25. september) frá klukkan 18:00 - 19:30 fór fram spjall á Prodigy vefnum (www.theprodigy.com), þar sem þeir félagar Liam, Keith og Maxim tóku við spurningum frá heppnum 60 manns (mér þar á meðal :)). Spjallið var mjög fróðlegt og ætla ég hér að minnast á helstu punktana.

* Always Outnumbered Never Outgunned (nýja platan þeirra) er vel á veg kominn og gengur hægt en örugglega. Hún á að koma út fljótlega á næsta ári.
* Baby's got a temper verður ekki lag á plötunni (sumum finnst það gott, þar á meðal mér. Gott lag en passar ekki við nýja stöffið þeirra).
* Næsta smáskífa hefur ekki verið ákveðinn endanlega, en líklega mun valið standa á milli No Souvenirs (collaboration frá Prodigy og 3D úr Massive Attack, er þegar orðið tveggja ára gamalt en þeir hafa beðið eftir rétta tímanum til að gefa það út), Nuclear og Trigger.
* Til stendur að gefa út DVD disk fljótlega eftir að Always Outnumbered kemur út. Hann mun líklegast innihalda bæði Live efni og myndbönd, ásamt viðtölum við drengina.
* Þeir elska Ísland og Quarashi (fékk að vita það sem svar við spurningu minni um það hvort þeir kæmu aftur hingað á klakann og þá hvort Quarashi myndu hita upp fyrir þá, fyrst Liam Howlett leist svona vel á þá síðast).
* Þeir munu halda á massíft tónleikaferðalag um leið og platan er kominn út og lofuðu þeir því að þeir myndu koma við á sem flestum stöðum og miðað við umsögn þeirra um Ísland þá koma þeir langlíklegast hingað aftur (Prodigy/Quarashi tónleikar væru sko ekki slæmir).
* Nuclear og Trigger verða pottþétt á plötunni.
* Þeir eru komnir með nýtt tónleikatheme sem er Military orientað. Meðal annars eru þeir með risastórann Tiger tank í bakgrunninum :-O
* Fólkið á spjallinu sannfærði þá um að koma einhverju af gömlu óútgefnu efni (meðal annars Hip-hip mix sem Liam gerði árið '87) á síðuna þeirra.
* Þeir munu bráðlega halda annað spjall.

Annars er þetta það helsta sem ég man í bili. Mun setja inn meira ef ég man það, annars kemur chat loggurinn orugglega upp bráðum.

P.S.
Ef þið skoðið síðuna þeirra (sem by the way er drullukúl), má heyra ýmis sömpl sem eru notuð sem grunnur að nokkrum lögum á nýju plötunni. Ef þið viljið aftur á móti ná í splunkunýtt Live bootleg með þeim þá er hægt að nálgast það á www.brainkiller.it.

Njótið :)