Mér datt í hug að byrja að skrifa greinar um góða geisladiska, og væri það fínt ef aðrir myndu taka það sér til fyrirmyndar og gera það sama og þannig “trade-a” upplýsingum um góða geisladiska. En mér datt í hug að skrifa um Best of Black Sabbath sem fyrsta diskinn minn, og er það ekki að ásæðulausu, því þetta er snilldar diskur as you will read…

Best of Black Sabbath hefur að geyma alla rokk sögu Black Sabbath (BS) eins og hún leggur sig í tveimur diskum. Ég var að kaupa hann á föstudaginn og setti fyrri diskinn á fóninn og sast niður með kók í annarri og Twix í hinni og naut sælunnar næstu klukkutíma.
Disc I
Byrjunarlagið er “Black Sabbath” og er nokkur hefð að hafa lag sem heitir sama nafni og bandið sem fyrsta lagið, það lag rann vel í gegnum mig enda heyrt þða oft og mörgu sinnum. Fyrri diskurinn er allur með Ozzy Ozbourne (eða það held ég, plz correct me if I´m wrong) og persónulega finnst mér það vera langbesta tímabil BS. Ég stekk nú yfir í “NIB” sem er hrein og tær snilld, og ég stóð ég mig að því að raula með : “ My name is Lucifer please take my hand ” og vil ég mæla með þessu lagi fyrir alla rokkara.
3 lögum seinna kemur “Paranoid” syrpa eða það er röð laga sem samanstendu af : Warpigs, Paranoid, Planet Caravan, Iron Man og Electric Funeral. Klassísk lög, þarf ekki að segja meira um þau.

Disc II
Seinni diskurinn spannar nokkur lög með Ozzy en flest eru þau með Ronny Dio, seinni söngvara BS sem gerði nokkur ágæt lög en þá er það allt upptalið. Hann á nokkur klassísk lög eins og “ Sabbath Bloody Sabbath ”, “ Heaven And Hell ” og “ Tomorrows Dream ” þ.á.m.

En nú ætla ég að hætta þessu og þá veltur það allt á stjórnanda þessa áhugamáls hvort ég skrifi um fleiri diska. En ég hvet ykkur öll til að skrifa einnig um góða diska.

btw: Bæklingurinn með Best of… er skyldulesning því hann spannar alla sögu BS og segir fra´öllu ruglinu hjá þeim