Tónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur Lúðrasveit Reykjavíkur flutti á Fimmtudagskvöldi frumsamið verk eftir Lárus Grímson. Verkið heitir Ann mér dýrustu drósa. Ég sá þettað reyndar á svokallaðri general-prufu og líkaði mér mjög vel. Verkið verður sýnt aftur á Laugardaginn Kl.8 og mæli ég með að sem flestir láti sjá sig. Það kostar ekki nema 1500kr inn og er það alveg þess virði. Reyndar er þettað sýning sem Listdans skóli Íslands stendur fyrir vegna afmælis en það er alveg auka atriði. Því að ef ykkur líkar ekki að horfa á homma í sokkabuxum sprikla um á sviðinu þá er alveg hægt að ganga út í fysta hléi. Fyrir þá sem eru hrifnir af Steindóri Andersen þá má ég geta þess að hann flytur rímna kvæði tónlistina hjá Lúðrasveitinni. Ég má til með að bæta við að það er dansaður ballet á meðan lúðrasveitinn er að spila en það er auðveldlega hægt að leiða hann hjá sér ef manni líkar hann illa.

Sem sagt þá er þettað einstakt tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á skemmtilegum uppákomum, því þettað verður ekki endurtekið eftir Laugardaginn.