Hrafnagaldur Óðins - Viðburður ársins Jæja, það vildi svo skemmtilega til að ég hafði séð á netinu eitthvað um þetta verk og viti menn…sá ég ekki þátt í sjónvarpinu um listahátíð og þar sá ég þetta.
Ég fór og keypti miða og fékk þessi líka fínu sæti.

Ég fór á tónleikana mjög spenntur enda er ekki á hverjum degi sem að svona viðburður er haldinn. Ég keypti mér kók á uppsprengdu verði (200 kr lítil dós) og fór svo í salinn og fékk mér sæti.

Eftir heila eilífð (kannski svona 10-15 mín en eilífð hjá mér) þá komu allir inn á sviðið. Meðlimir Sigur rós, Hilmar Örn, Steindór Andersen og Árni Harðarson.

Hrafnagaldur óðins tilheyrir Eddukvæða og má meira lesa um þetta á þessu vefsvæði http://www.hi.is/~eybjorn/ugm/hrg/main.html

Verkið byrjaði með fiðlum og stuttlega eftir það fylgdu rímur sungnar af Steindóri. Eftir nokkurn rímnagang byrjuðu meðlimir SR að raða sér upp við steinhörpuna. Spilið byggðist upp og bættust inn í þetta Schola cantorum kórinn,fiðlur,trommur og gítarinn hjá Jónsa.

Þegar það lag var búið þá kom meira af rímum. Byrjaði svo mjög góður partur af verkinu sem var einhverskonar rafmagnstónlist, ekki mjög ósvipað MÚM. Það sem stóð svo mest upp úr var endir þessa verks og var hann MJÖG góður. Hann byggði sig upp og tónlistin varð hærri og hærri þangað til að þakið fór næstum af Laugardalshöllinni.
Ljósin breyttu um lit og urðu rauð þannig að þetta líktist helst heimsendi. Þetta var mjög skemmtileg upplifun og hef ég góðar heimildir um að þetta verði gefið út á einhverskonar formi svo sem geisladisk, vhs spólu eða jafnvel DVD.

Þess má líka til gamans geta að á þessum tónleikum voru sýnd myndbrot sem unnin voru af Sigur rós og var þetta mjög flott. Á þessu voru til dæmis hrafnar og fleira.

Inn á þessa tónleika kostaði 5000 krónur og fannst mér það vera þess virði en eini vanhagur þessa tónleika er ofurprís á drykkjarföngum og þess háttar. Veitingarnar voru með íslenskum hætti, til dæmis var Hangikjöt og harðfiskur til sölu.

Ég hafði hlustað á nokkrar upptökur af þessum tónleikum í Barbican leikhúsinu í UK og þá var þetta ekki eins SR-ar legt og hérna á íslandi. Þetta hafði greinilega þróast til hins betra og var þetta mjög skemmtileg upplifun.

Ef að þið hafið gaman að tónlist, hafið áhuga á rímum eða misstuð af tónleikunum, þá hvet ég ykkur eindregið til þess að kaupa tónleikana á einhverskonar formi þegar að þeir verða gefnir þannig út

Ég biðst afsökunar á villum, þetta ætti að vera skiljanlegt.

Takk fyrir
Óska