Útvarp:



Var gefið frjálst fyrir nokkrum árum eða síðan 1986 og hafa þónokkrar útvarpsstöðvar verið stofnaðar síðan þá. Helsta breytingin á markaðnum er sú að fólk fær val um hvað það vill hlusta á, popp, rokk eða íslenska tónlist allt er þetta á boðstólnum og meira til. Má með sanni segja að það sé verið að sinna flestöllum markhópunum sem eru að hlusta. Flestar útvarpstöðvarnar eru með markhóp sem þær eru að fá til að hlusta t.d. er FM 95,7 með ungar konur að takmarki, Radiox 103,7 með yngri karlmenn, Létt 96,7 með miðaldrakonur , Bylgjan 98,9 er með sama markhóp og Rás 2 eða fólk 35-50 ára gamalt og svo er það Rás 1 sem aðeins gamalt fólk hlustar á, nema þegar það eru fréttir, þá stillir yngra fólk á landsbyggðinni inn.

Fóðleikur um útvarp á Íslandi: “Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 og hóf útsendingar 21. desember það ár. Á fyrstu áratugum Útvarpsins var aðeins sent út á einni útvarpsrás og fyrsta árið var aðeins sent út í nokkrar klukkustundir á hverju kvöldi. Snemma árs árið 1932 hófust útsendingar í hádegi. Ríkisútvarpið starfar á grundvelli gildandi útvarpslaga frá árinu 1985. Skv. 15 grein þeirra laga skal Ríkisútvarpið leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Árið 1983 tók Rás 2 til starfa og var henni ætlað að höfða til yngri hlustendahóps en Rás 1. Nú er á báðum rásum sent út fjölbreytt efni fyrir alla aldurshópa”.(ruv.is) Sem er ekki alveg rétt, ekki get ég hugsað mér að hlusta á rás1 eða 2, þar sem efni þeirra rása höfðar ekki til mín.

Ég held að það sé mjög jákvætt að hafa samkeppni á þessum markaði, hvaða úvarpsstöð sé vinsælust, hver sé með bestu tónlistina, hvar er skemmtilegasti útvarpsmaðurinn eða útvarpsþátturinn. Þetta er allt dæmi um fjölbreytni sem er nauðsynleg fyrir markaðinn sem vill stöðugt nýja tónlist og verður kröfuharðari með hverju árinu sem líður.

Svo að það sem er búið að vera að gerast núna eftir allar þessar sameiningar er nú ekki svo gott, en aftur á móti eru nokkrar litlar að koma sterkar inn, eins og músik.is.

Takk fyrir lesturinn..