Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle Of The Bands hefst 13. mars 2012. Sigursveitin tryggir sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin er 1 – 3 júní í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.

Til mikils er að vinna í aðalkeppninni því sigurlaunin eru að andvirði rúmlega 12 milljónir króna. Verðlaunasæti í undankeppninni á Íslandi veita meðal annars upptökutíma með hljóðmanni í stúdíóinu Punktur Punktur Komma Strik, tækifæri á framkomu á tónlistarhátíðum á Íslandi eins og t.d. Iceland Airwaves og Jack Live. Fleiri aukavinningar og tilboð fyrir þátttökusveitir í boði.

Allar hljómsveitir geta skráð sig til leiks hvort sem þær eru bílskúrsbönd eða þekktar sveitir með útgefið efni. Eina reglan er að hljómsveitir spili tvö frumsamin lög.

Skráning er í fullum gangi og eru hljómsveitir hvattar til að skrá sig til leiks strax því takmarkaður fjöldi kemst að í keppninni. Þær sveitir sem hafa áhuga ættu því að senda fyrirspurn á iceland@gbob.com og verður þeim svarað um hæl um fyrirkomulag keppninnar.

Sveitir sem hafa keppt fyrir hönd Íslands með glæsibrag eru m.a. Agent Fresco, Cliff Clavin, Lights On The Highway, Perla og Endless Dark sem náði öðru sætinu í úrslitunum í London 2009.

Áhugasamar hljómsveitir geta einnig kynnt sér keppnina í þaula á www.gbob.com

HVAÐ: Global Battle Of The Bands 2012.
HVAR: Gamli Gaukurinn, Tryggvagötu 22, 101 RVK.
HVENÆR: 13 – 17 mars 2012.
HVERJIR: Ungar sem aldnar hljómsveitir.
KLUKKAN: Öll kvöldin hefjast kl: 21:00.
KOSTAR: Aðgangseyrir er 500 kr.
ALDUR: Aldurstakmark er 20 ár.

www.gamligaukurinn.is