Rafmagnslaust á Norðurpólnum Fimmtudaginn 3. mars fer í gang tónleikaröðin Rafmagnslaust á Norðurpólnum en síðan verður haldið áfram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar næstu 9 mánuði. Tónleikarnir fara fram á Norðurpólnum (Leikhúsið á Seltjarnarnesi).

Á fyrstu tónleikunum koma fram hinar rísandi stjörnur úr Agent Fresco og hin vel mannaða Orphic Oxtra. Allir tónleikar í tónleikaröðinni eru órafmagnaðir. Tvær hljómsveitir koma fram á öllum tónleikunum og munu þær einnig flytja nokkur verk sameiginlega. Fjöldi hljómsveita mun spila í tónleikaröðinni og eru þær úr ýmsum áttum þar má nefna Samma og Stórsveit Reykjavíkur og Mugison.

http://nordurpollinn.com/syningar/permalink/rafmagnslaust-a-nordurpolnum/

http://midi.is/tonleikar/1/6387/
takk fyrir mig