Laugardaginn 18 desember árið 1943 fæddist rokkgoðið Keith Richards. Af því merka tilefni mun Rolling Stones heiðrunarsveit Íslands “Stóns” halda heljarinnar afmælisveislu á Sódóma Reykjavík honum til heiðurs.

Stóns sem er skipuð m.a meðlimum úr hljómsveitunum Mínus, Lights on the Highway, Motion Boys og Esju mun leika lög ásamt góðum gestum sem spanna feril elstu, merkustu og bestu rokkhljómsveitar allra tíma. Það verður hvergi …gefið eftir enda ekki oft sem jafn alræmdir menn og Keith Richards komast á eftirlaunaaldur.

Keith var ítrekað valinn í erlendum popp pressum líklegasta rokkstjarnan til þess að deyja á árinu þar til árið 1980 þegar rokkáhugamenn kusu hann ódauðlegann rokk dýrling .

Það eru allir hvattir til að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara þar sem allt sem tengist kynslóðarbili hverfur og ungir sem aldnir tryllast á dansgólfinu.

Sódóma opnar klukkan 23:00
Miðaverð 1500kr.
Aldurstakmark 18 ár
Frítt inn fyrir þá sem fæddir eru 18.desembe