Góðan daginn.

Starfsfólk
Gunnar Torfi heiti ég og er framkvæmdarstjóri Brekkunnar. Brekkunni vantar starfskraft og nú leita ég til ykkar hér á IceBits. Þetta er sjálfboðarvinna en þetta er andskoti gaman og þetta er rosalega góð lífsreynsla að prufa útvarp. Í starfsumsókninni þurfa eftirfarandi atriði að koma fram:

Nafn:
Aldur:
Tölvupóstur:
Heimilisfang:
Póstnúmer og staður:
Símanúmer:
Af hverju ættum við að velja þig yfir aðra:
Reynsla:

[hr]
Auglýsing/styrkir
Brekkan netútvarp er glæný útvarpstöð sem að gerir út frá netinu. Við
fórum í loftið í Mars og hefur hlustendahópur okkar farið vaxandi með
hverjum deginum sem hefur liðið síðan þá. Stöðin er rekinn fyrir ungt fólk
af ungu fólki og bara með það í huga að búa til útvarpstöð sem að hjálpar
ungum artistum að koma sér á framfæri og jafnframt að búa til eitthvað
allgjörlega nýtt í íslensku útvarpi. Allir starfsmenn brekkunar vinna sem
sjálfboðaliðar og við gerum þetta bara út af hjartanu.

En þó að allt sem að við gerum sé gert í sjálfboðavinnu þá þurfum við samt
fjármagn til þess að halda t.d heimasíðuni uppi, stef gjöld, tækjakaup og
allskonar svona hlutir.

Ef þú og þitt fyrirtæki hafið áhuga á því að ná til gífurlega stórs hóps
af ungu fólki með ykkar auglýsingum þá er þetta ein besta leiðin til þess
í dag. Við getum boðið ykkur pakka sem að saman stendur af þessu.

2 auglýsingar á klukkutíma
Umtal í útsendingu svo sem á tilboðum eða frumsýningum eða einhvers álíka
Auglýsing á heimasíðu okkar
Auglýsing á facebook síðuni okkar

Vonast til þess að heyra frá ykkur aftur
Kær Kveðja
Gunnar Torfi
www.utvarpbrekkan.net


Endilega ef þið vitið um einhver fyrirtæki, látið þau hafa samband við okkur og við getum dílað við þau.

[hr]

Húsnæði
Okkur vantar húsnæði á Akureyri, bara ROSALEGA lítið, rétt til að koma einu skrifborði fyrir jafnvel og það helst sem ódýrast, ef ekki frítt ef einhver er með laust rými fyrir okkur.