Mánudagskvöldið 14. September 2009 verða haldnir styrktartónleikar í Háskólabíó.

Ólafur Páll Birgisson og Kolbrún Björnsdóttir eru ung hjón sem búa í Roskilde í Danmörku og eiga þau 10 ára stúlku, Alexöndru Líf. Alexandra Líf berst við krabbamein sem kallast MDS og þarf að fara í beinmergsskipti núna í ágúst.

Árið 2004 greindist Alexandra Líf með hvítblæði þá 5 ára gömul. Þá tók við langt og erfitt ferli af lyfjameðferðum.
Ekki nóg með það að Óli og Kolla þurftu að berjast með dóttur sinni í stríði við krabbameinið, þá dundi annað áfall yfir þann 4. júní árið 2005 þegar Kristófer Birgir 3 ára sonur þeirra drukknaði í slysi. Þá var staðan þeirra þannig að þau voru að berjast með Alexöndru við hvítblæðið sem og að syrgja látinn son sinn, auk þess áttu þau Ronju sem þá var rúmlega 1 árs.

Í ágúst árið 2006 eignuðust þau svo stúlku sem heitir Kristjana Elín og í oktbóber árið 2007 dreng sem heitir Benjamín Arnar

Nú árið 2009 eða 5 árum seinna kom í ljós að Alexandra hefur sigrast á hvítblæðinu.
Þrátt fyrir þau tíðindi að hvítblæðið væri læknað var hún áfram mjög veik og þess vegna í stöðugum rannsóknum sem nú hafa leitt í ljós að hún er komin með krabbamein sem kallast MDS sem eingöngu gamalt fólk fær.
Núna í ágúst fer hún í beinmergsskipti sem kallar á það að báðir foreldrar hennar þurfa að hætta að vinna því það þarf að vera hjá henni á spítalanum allan sólarhringinn. Einnig eiga þau 3 önnur börn sem þarf að hugsa um.

Því höfum við Ólöf Ása Þorbergsdóttir móðursystir Ólafs og Elva Rut Antonsdóttir dóttir Ólafar Ásu ákveðið að halda tónleika til styrktar þessari fjölskyldu sem gengið hefur í gegnum meiri og erfiðari raunir en sanngjarnt er að leggja á fólk. Okkur finnst nóg að þau þurfi að hafa áhyggjur af dóttur sinni og börnum og þau þurfi ekki að hafa peningaáhyggjur ofan á það.

Þess vegna hvetjum við fólk til þess að mæta á tónleikana, hafa gaman að því og njóta góðrar tónlistar frá frægu og góðu tónlistarfólki sem gefur vinnu sína fyrir málstaðinn.

Þeir sem ekki komast á tónleikana eða langar að styrkja þetta málefni enn frekar geta lagt beint inn á bankareikninginn .

Reikningsnr: 0537 - 14 - 403800 kt 160663 - 2949
Ólöf Ása Þorbergsdóttir er skráð fyrir reikningnum.

Það kostar litlar 2000 krónur inn á tónleikana.

Fram koma = (engin sérstök röð)
• Skítamórall
• Greifarnir
• Ingó og veðurguðirnir
• Vítamín
• Jeff Who
• Edgar Smári og Arnar
• Fjallabræður
• Þorbergur Skagfjörð
• Karen Ósk Þórisdóttir og Anna Hjördís Skagfjörð
• KK
• Land og synir
• Hera Björk
• Páll Óskar
* Hafdís Huld
* Cliff Clavin
* Zúúber Grúbban

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verður kynnir

Húsið opnar kl 8 og byrja tónleikarnir kl 9, í andyrinu verður trúbador að spila tónlist og veitingar seldar í sjoppunni.

Miðasalan er hafin í síma 7720507, 8649520 eða á elvarut@hotmail.com