Kyuss Þetta var einhverskonar verkefni hjá mér í Lífsleikni minnir mig. Frábært band.

—–

Kyuss var stofnuð árið 1989 undir nafninu Sons Of Kyuss, þeir gáfu út smáskífu árið 1990 sem hét einfaldlega bara Sons Of Kyuss. Á þessari smáskífu var Chris Cockrell á bassa, en hann hætti stuttu seinna eftir það. Seinna á þessu ári kom nýr bassaleikari sem hét Nick Oliveri, og á sama tíma og hann kom í bandið breyttu þeir nafninu yfir í Kyuss.

Kyuss eru frá Palm Desert í Californiu, og spila stoner rock eða desert rock.

Uppstilling Kyuss var þá John Garcia(söngvari), Joshua Homme(gítarleikari), Nick Oliveri(bassaleikari) og Brant Bjork(trommuleikari).

Árið 1991 gaf hljómsveitin út sína fyrstu breiðskífu, Wretch, í September.

Árið 1992 byrjaði bandið ásamt Chris Goss, upptökustjóra þeirra, í vinnu á nýrri plötu, Blues for the Red Sun. Hún var svo gefin út í Júní sama ár. Árið 1993 var þeim svo boðið að túra með Metallica um Ástralíu, en rétt fyrir túrinn hætti bassaleikarinn Nick Oliveri og í hans stað kom Scott Reeder.
Árið 1994 kom svo út platan Welcome to Sky Valley, og stuttu seinna eftir það hætti trommuleikarinn Brant Bjork vegna einhverja vandamála innan hljómsveitarinnar. Alfredo Hernández tók við af honum.

Í júlí 1995 gáfu þeir út sína fjórðu og seinustu plötu, sem hét ..And the Circus Leaves Town.
Stuttu eftir útgáfu plötunnar hættu Kyuss, og splittaðist hljómsveitin upp.

Josh Homme og Alfredo Hernández stofnuðu Queens of the Stone Age, og stuttu seinna kom Nick Oliveri einnig í bandið. Síðan í desember 1997 var gefin út smáskífa með þremur lögum frá Kyuss og þremur lögum frá Queens of the Stone Age.

Hernández spilaði seinna með hljómsveitum eins og Fatso Jetson, Che og fleirum böndum.

Nick Oliveri stofnaði hljómsveitina Mondo Generator árið 1997 og er held ég en í dag spilandi.

Brant Bjork stofnaði bandið Brant Bjork and the Bros sem spiluðu á Íslandi á þessu ári, tónleikarnir voru haldnir á Café Amsterdam. Einnig gaf Brant Bjork út nokkrar sóló plötur.

John Garcia stofnaði hljómsveit sem hét Slo Burn, en hún var aðeins starfandi frá 1996-1997. Á eftir því vann hann með hljómsveitum eins og Unida og Hermano en núna er hann að vinna að sóló plötu.

Árið 2000 var svo gefin út plata sem bar nafnið Muchas Gracias: The Best of Kyuss.


Takk fyrir mig.