Já, 3500 er eilítið hátt verð en þau eru níu, þau þurfa gistingu og fæði, það þarf að borga hljóðmanni, leigja stað, prenta auglýsingar og miða….og svo framveigis og svo framveigis. Í staðinn erum við hins vegar með 10% afslátt af öllum Constellation plötum þannig að þær kosta flestar 1850 (nema hin tvöfalda Lift Your Skinny fists' sem er aðeins dýrari og síðan ep-plöturnar sem eru því aðeins ódýrari).
Það lætur enginn heilvita tónlistarmaður þessa tónleika fara fram hjá sér, jafnvel þó verðið sé hátt.
Það verða tvennir tónleikar enda ættu ALLIR að eiga kost á að sjá þetta band. Ég lofa “legendary” tónleikum (tvisvar meira að segja).
Árni Viða