Miðasala á Godspeed Af gefnu tilefni vil ég minna á að miðasala á tónleika Godspeed You Black Emperor! er hafin. Einhver orðrómur um að miðinn kosti 6000 krónur hefur gert var við sig en það er sem séð RANGT - rétt miðaverð er 3500 krónur. Það er enn til slatti af miðum en við reiknum með að selja upp á mánudag/þriðjudag.

Kær kveðja úr herbúðum Hljómalindar,

Árni Viða