Hver man ekki eftir tveim þunglyndissjúklingum sem horfðu á veðurfréttir og sungu um að “það” versnaði og enduðu á því að hengja sig. Enginn.
Þeir kölluðu sig Súkkat, og árið 1998 gáfu þeir út diskinn Ull í samstarfi við Megas og aðra hæfileikaríka menn. Ull er frábær, fallegir gítarslagarar í bland við stórskemmtilega texta og söngur Megasar samur við sig. Annars er platan best í textum sínum og læt ég hér fylgja textan úr fyrstu tveim erindunum úr laginu Þorn:

Helduru ekki að lýsi það sé hræðilega fitandi
ég heyrði það nú nýverið að frakkar væru smitandi
þó hefur enginn veikst beinlínis að mér vitandi
en í vísindum er aldrei nema einn fyrstur

Jesús kristur ó hvað ég er þyrstur

Fyrirgefðu veistu hvönær fennti allt í kaf hér
ég finn ekki strætóbiðskýlið né manninn sem var með mér
bróðir minn er flúinn langt baki snúinn að sér
bara að ég ætti góðar systur

Esús kristur ó hvað ég er þyrstu