Okey, á hverju ári koma ný og ný lög með þessum svokölluðu píkupopphljómsveitum. Ég er bara orðinn dauðþreyttur á þessu helvítis kjaftæði. Hvert einasta lag er eins og síðasta píkupopplag sem kom út. Það er enginn metnaður, enginn frumleiki og textarnir eru allir eins. Þeir eru allir um það að söngvarinn/arnir hafi misst kærustuna sína(drengjaböndin) og hann/þeir geri allt til þess að fá hana aftur.
Og myndböndin(ullabjakk). Ég fékk áfall þegar ég sá
Loverboymyndbandið með Mariuh Carey, það var svo ógeðslegt.
Og nýja myndbandið með Nsync, ég nenni ekki að vera að sjá einhvern að vera naglalakka táneglur.

Öll þessi píkupopplög eiga öll að vera “kjút ”og “sweet” en þau eru svo mikil vælulög að þau hljóma eins og blanda af rússneska Eurovision laginu í fyrra og svörtu riddurunum í Lord of the rings.
Og lagið Hero hljómar eins og kattarmjálm/hvæs.

Og svo er líka mikill pervertaskapur í þessum iðnaði.
Hafið þið tekið eftir því að í myndbandinu/upptökunni Falling með Svölu að þegar hún syngur“why did you haft to say that at you like my style” að þá slær hún á rassinn á sér
Þvílíkur pervert.
Og í öllum þessum myndböndum með drengjaböndum þá eru einhverjar sílíkon stelpur sem verða ástfangnar af þessum strákum bla bla bla.
Það er eins og þeir haldi að allar stelpur séu sílíkonhórur(hvað veit ég) sem verði ástfangnar af þeim við fyrstu sýn.

Hafið þið ekki tekið eftir gaurnum í O town sem er með ljóst hár allt út í loftið. Það mætti ætla að pabbi hans hefði nauðgað hænu en hann hefði ekki gert ráð fyrir að hænan myndi eignast barn.
Og svo græt ég úr hlátri þegar ég frétti af því að fullt af hljómsveitum(aðallega píkupopps) hættir við að fljúga á milli staða vegna ÓÖRUGGS HEIMSÁSTANDS. Þvílíkr aumingjar.

Jæja, í stuttu máli sagði ég að nóg væri komið af píkupoppi.
Er ég að biðja of mikið ef ég vildi að sumir reyndu að gera lögin betri. Ég vil bara fá að sjá alvöru lög, alvöru hljómsveitir, alvöru tónlist. Unnendur sannrar tónlistar sameinist gegn píkupoppi
og svoleiðis “tónlist”.
Alvöru tónlist á að vera falleg, grípandi, hrífandi og umfram allt , skemmtileg.