Fyrst ætla ég að taka það fram ég kann ekkert að skrifa svona um hljómsveitir svo ég vil bara gera það á minn veg.

Nýlega kynntist ég slóvenísku hljómsveitinni Laibach þegar ég var að flakka á milli tónlistarmanna á MySpace. Ég elska að horfa á sjúku myndböndin þeirra og hlæ í hvert sinn sem ég sé þau. Þar sem fáir þekkja þessa hljómsveit og ennþá færri á Íslandi kannski, þá langar mig til að kynna fleirrum fyrir henni. Oft tekur hljómsveitin heimsfræg rokk lög og gerir þeim að sínum. Tekið sem dæmi breyttu þeir laginu Sympathy for the Devil með Rolling Stones í frekar einstagt, og krípí lag.
Ég elska Rolling Stones og hef heyrt þetta lag milljón sinnum en samt, þegar ég heyrði útgáfuna með Laibach hafði ég enga hugmynd hvaða lag þetta væri.
http://www.youtube.com/watch?v=4_zA7nukoZA&feature=related

Önnur lög sem hljómsveitin hefur tekið og má kannast við eru:
Life is Life - Opus
Final Countdown - Europe
Across the Universe - Beatles

Flest coverin eru tekin í 80' áratugnum og eru í mínu uppáhaldi. Sum nýleg lög þeirra (frumsamin) má líkja við tónlist hljómsveitarinnar Rammstein, sem ég fíla ekki beint en frábært samt.

Nafnið Laibach er þýsk þýðing á höfuðborg Slóveníu, Ljublijana. Nýjasta albúmið þeirra, LAIBACHKUNSTDERFUGE, var gefið út í maí núna seinasta vor, með einskonar industrial, martial og neo-classical stíl. Hljómsveitin var stofnuð þann fyrsta júní árið 1980 og hefur verið virk síðan. Meðlimir eru: Eber, Saliger, Dachauer, Keller, Boris Benko & Primo Hladnik.

<img src="http://i33.tinypic.com/211kqb.jpg" border="0" alt="Image and video hosting by TinyPic">