Coldplay -Viva La Vida or Death and All His Friends Jæja, loksins kom þessi diskur út! Ég hef beðið spennt eftir nýjustu plötu Coldplay síðan ég frétti að þeir myndu gefa hana út. Ég hlustaði fyrst á hana þegar þeir leyfðu öllum myspace vinum sínum að hlusta frítt á öll lögin áður en platan kom út. Ég var í útlöndum og hlustaði niðri í ,,lobbíinu" með hnútinn í maganum, að deyja úr spenningi, en einnig var ég pínu kvíðin. Mun þessi plata standast þær kröfur sem ég geri til þessarar hljómsveitar? Coldplay er lang uppáhalds hljómsveitin mín og fannst mér X&Y algjört meistaraverk. Hef hlustað á lögin á þeirri plötu mjög oft, oft á hverjum degi án þess að fá leið á þeim. Það er eins og lögin verði alltaf betri og betri eftir því sem ég hlutsta á þau oftar og ég fæ nýja sýn á þau. Skemmtileg tilviljun er að myndin framan á nýju plötuhulstrinu er eitt af uppáhalds málverkunum mínum en það er af frönsku byltingunni sem var árið 1789 :)
Ég las að meðlimir Coldplay hafi eytt miklum tíma á Spáni við gerð nýju plötunnar og það gætir svolitlar spænskrar og austrurlenskar áhrifar í sumum lögunum. Þó er það mjög lítið.
Ég ætla hér fyrir neðan að segja mína skoðum á öllum lögunum á þessum dýja diski -Viva La Vida or Death and All His Friends og gefa síðan heildar einkunn fyrir plötuna.


Life in Technicolor: Þetta lag heyrði ég fyrst þegar ég byrjaði að hlusta á plötuna á netinu. Mér líkaði strax við þetta lag. Þetta lag er mjög stutt og er eins og einhversskonar ,,intro" að disknum. Mjög stutt og ekkert sungið. Ég fattaði það ekki fyrst, en fyrsti hlutinn í þessu lagi kemur fyrir í laginu Death and all His Friends en þá er síðan seinna sungið undir. Mjög flott og skemmtileg byrjun á þessum diski :)

Cemeteries of London: Mér fannst þetta lag strax mjög flott þegar ég heyrði það. Var síðan með það á heilanum mjög lengi en ekki á leiðinlgan hátt heldur mjög góðan. Mundi alltaf eftir þessu sama hve margar nætur ég svaf án þess að hlusta á það eða hlustaði á einhver önnur lög. Mér finnst þetta lag án efa eitt af bestu lögunum á disknum. Fimm stjörnur á þetta lag!

Lost!: Mjög skemmtilegt lag :) Er frekar hresst kanski miðað við Coldplay en samt mjög í þessum Coldplay-anda.Endurteknir tónar á hljómborð og svo er taktfast klapp með. Held að þetta sé eitt af þeim lögum sem ég gæti hlustað á án þess að fá leið á því. Mér finnst mörg önnur lög með Coldplay betri en þetta. Með sumum lögum frá þeim finnst mér þau svo góð að ég fæ allveg straum um mig alla, það á ekki við um þetta lag en mér finnst þetta lag samt mjög fínt og það verður alltaf betra og betra eftir því sem ég hlusta meira á það.

42: Þegar ég heyrði byrjunina á þessu lagi fyrst leist mér ekkert svaka vel á það. Lagið byrjar mjög rólega og fannst mér það líkjast smá Swallowed in the Sea sem mér hefur fundist svona með þeim slakari Coldplay lögum. Við frekari hlustun líkar mér samt alltaf betur og betur við þennan hluta og þegar ég skrifa þetta finnst mér þetta bara mjög fallegt og gott lag. Hef líka hlustað á píanó spil með þessu og kemur það mjög vel út. Þegar ca. 1 og hálf mínúta er búin af laginu breytist það hinsvegar algjörlega. Rólegi hlutin dofnar smám saman, andartaksþögn kemur og það er bara eins og allt annað lag byrji. Þessi hluti er mikið hraðari og einskonar sóló byrjar. Þessi hluti finnst mér einstaklega flottur og bjargar eiginlega laginu og finnst mér þessi hluti ótrúlega flottur, bara skemmtilegt að hafa þetta lag eins og það sé tvö lög í því. Síðan endar lagið á sömu melódýunni og lagið byrjaði á.

Lovers in Japan/ Reign Of Love: Þetta lag finnst mér mjög sætt og skemmtilegt. Mjög glaðlegt sem er nú kanski ekki svona mjög algengt fyrir Coldplay. Það er svona pínu keimur af Japönsku yfirbragði yfir þessu lagi eins og titillin gefur til kynna. Þegar fjórar mínútur voru búnar af laginu hélt ég virkilega að það væri búið og nýtt lag væri byrjað og var hissa að sjá að þetta var sama lagið þegar ég leit á iTunes. Það er vegna þess að það er eins og lagið endi og síðan kemur mjög rólegur kafli. Mér finnst hann mikið slakari en fyrri kaflinn þar sem hann er mjög glaðlegur og fær mig alltaf til að brosa. Rólegi kaflinn sem er líka endirinn á laginnu er fallegur en alls ekkert grípandi. Ef maður hugsar um þetta lag man maður bara byrjunina (hressa hlutan) en alls ekkert rólega. Ég er samt ekkert að segja að Coldplay hefðu átt að sleppa þessum hluta ég þarf í raun að hlusta oftar á þetta lag til að gera mér betur grein fyrir því. Þrátt fyrir að þetta lag sé svo skringlega skipt finnst mér það mjög gott og fyrri hlutinn færi mig alltaf til að brosa og ég verð aðeins glaðari :)

Yes: Þessu lagi, eins og Lovers in Japan /Reign of Love, má einnig skipta í tvo hluta þó eru hlutarnir í þessu lagi aðeins líkari. Fyrst þegar lagið byrjar er eins og eitthvað klassískt lag sé að byrja með strengjahljóðfærum, en svo kemur Coldplay blærinn yfir þetta. Samt er lagið frábrugðið mörgum öðrum lögum þar sem Chris Martin syngur frekar djúpa melódíu en það er frekar sjaldgæft því oftast í Coldplay lögunum syngur hann frekar hátt. Þó hefur það alveg gertst áður, t.d. með laginu Daylight. Mér finnst þetta vera hið fínasta lag og finnst mér hljómurinn í strengjahljóðfærunum einstaklega flottur. Síðari hluturinn er meira Coldplay-legur þar sem þá víkja helstu strengjahljóðfærin fyrir rafmagnsgítar. Sem er líka mjög flott :)

Viva La Vida: Þetta lag er titillag plötunnar og finnst mér það vera með bestu lögunum á plötunni. Mér finnst það æðislegt, var einmitt að vonast til að eitthvað svona flott lag væri á nýju plötunni þeirra. Flott strengjahljóðfæri í bakrunninum, bakradirnar eru æðislegar og flott melódía sem Chris Martin syngur. Verst bara að það hefur verið mikið í umræðuni að þessi melódía sé stolin. En engu að síðar frábært lag sem ég nýt þess mikið að hlusta :)

Violet Hill: Þetta lag heyrði ég löngu áður en að geisladiskurinn kom út því Coldplay leyfði fólki að downloada þessu lagi frítt frá síðunni sinni. Ég hugsaði bara, ég vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum og mér finnist það flott! Þegar ég heyrði það síðan voru ekki til orð til að lýsa því hvernig mér leið. Mér fannst lagið betra en æðsilegt! Ég veit að þetta eru kanski ekkert endilega bestu tónsmíði í heimi en þau kröfur sem ég geri til lags er einfaldlega þau að mér finnist lagið flott og ég njóti þess að hlusta á það. Þetta lag uppfyldi sannalega þær kröfur. Ég fékk allveg straum um mig allan því mér fannst þetta lag svo æðislega flott. Glansinn er reyndar farinn af því núna því ég er búin að hlusta á þetta lag svo oft þannig ég hugsa að ég verði aðeins að hvíla það. En samt sem áður -Æðislegt lag frá Coldplay!

Strawberry Swing: Mér fannst nafnið á þessu lagi svolítið skemmtilegt og hlakkaði því til að hlusta á það. Þegar ég hlustaði hinsvegar á það fannst mér það allt í lagi, en ekki betra en það. Þetta lag venst samt furðuvel, og eins og með svo mörg, mörg önnur Coldplay lög finnst mér það alltaf verða betra og betra eftir hverja hlustun og mér fer alltaf að líka lagið betur eftir því sem ég hlusta meira á það.

Death and All His Friends: Ásamt því að vera með frekar undarlegt nafn er þetta lag frekar skrýtið. En það kemur nú kanski ekkert á óvart þar sem Coldplay á í hlut. Fyrst þegar ég hlustaði á byrjunina hugsaði ég: ,,Huh! Er þetta ekki rammfalskt!?" Vegna þess að í fyrsta hlutanum þegar Chris syngur skerast nóturnar sem hann syngur við píanóið. En maður hefur nú svo sem heyrt það í öðrum lögum. Fyrsti hlutinn finnst mér..jaa, í raun ekkert sérstakur en í seinni partinum er undispilið allveg eins (eða mjög líkt) og fyrsta lagið á disknum, Life in Technicolor nema hér er sungið með því. Það finnst mér koma mjög vel út og finnst það mjög flott. Mér finnst þetta lag ekki beint lélegt, en alls ekki með þeim bestu á disknum.


Eftir að hafa hlustað á öll lögin í fyrsta sinn var ég mjög sátt og í raun var mér mjög létt. Mér finnst þeir koma aðeins glaðlegri til baka en þó eru einnig sorgleg lög á disknum. Ég á samt eftir að stúdera textana meira :) Sumir voru frekar ósáttir þegar þeir heyrðu að það yrðu aðeins 10 lög á nýja disknum en mér finnst betra að hafa lögin frekar fá og góð heldur en mörg og léleg. Diskurinn tekur um 45 mín í spilun sem er bara fínt :)
Ég geri óskaplega miklar kröfur til Coldplay þar sem þetta er lang- lang uppáhalds hljómsveitin mín og hef ég beðið eftir þessum diski full eftirvæntingar. Ég er viss um að, eins og fleiri lög eftir Coldplay, og þá sérstaklega á X&Y eigi þessi diskur eftir að verða betri og betri og ég er viss um að ég á eftir að geta hlustað oft á þessi lög án þess að fá leið á þeim…eins og hin lögin :) X&Y var æðislegur diskur og ég hélt að Coldplay gætu ekki toppað sjálfan sig með þessari nýju plötu, en þeir gátu það! Ég á eftir að njóta þess að hlusta á þessi lög og hlakka strax eftir að heyra meira frá þessari yndislegu, yndislegu hljómsveit.

4,5 störnur af 5 mögulegum :)
An eye for an eye makes the whole world blind