Ég rakst um daginn á þennan snilldardisk með Lali Puna.
Mér skilst að þetta sé annar diskur hljómsveitarinnar og hef og ekki fundið þann fyrri ennþá.

Tónlistin samanstendur af einföldum teknótakti sem rennur eðlilega og þægilega og styður kvenvókalinn sem leggst mjög vel ofaná. Textasmíðin er einföld og textarnir frekar stuttir en oft djúphugsaðir og mjög skemmtilegir.

Ég þurfti svolítið að melta þennan disk, þó hann sé frekar léttur í hlustun, en komst að því eftir góða meltu að þetta er hljómsveit sem þarf að fylgjast nánar með.

Fjórar af fimm *.
kv.