Nú er það bara þannig að ég verð að skrifa aðeins um tónlistarsmekk í skólanum mínum.

Nú í fyrsta lagi er ég svokallaður “Rokkari” þó að ég fíli eiginlega alla tónlist nema kannski svona argandi píkupopp.

Í öðru lagi eru flestir hip hoparar eða það er núna “inn” og allir vilja vera eins og hinir.
Ég er mjög stoltur af því að vera með fjölbreyttan tónlistarsmekk!

Vinur minn sem dýrkaði Nirvana á sínum tíma fílar nú bara hip hop af því honum er sagt að gera það og í rauninni er honum stjórnað.
Annar vinur minn fílar þungarokk og hann stendur á því þó að það sé búið að reyna að segja honum að fíla hip hop. Honum er nákvæmlega sama hvað aðrir segja og mér finnst það mjög gott hjá honum.. Þið kannski þekkið hann, Bambi_ sjálfur!

Í þriðja lagi þá eru svo margir að hlusta á hip hop enn í rauninni fíla þeir það alls ekki og pína sig til að hlusta á það.

Ég sjálfur er alls ekkert á móti hip hopi og finnst það alltí lagi að hlusta á það stöku sinnum, enn ég hef ekki ætlað mér að láta undan og hlusta eingöngu á það.

Ekki láta stjórna ykkur! Látið virða ykkar tónlistarsmekk!

Kv. Keyze