Komið sæl og blessuð hugarar og þeir sem eru að vafra um huga en eru ekki notendur.

Í þessari brennslu ætla ég að útbúa svona playlista/cd með lögum sem ég held mikið uppá
sem gæti hjálpað fólki og þetta er einungis mín skoðun sem segi.

Þess má geta að ég hef nokkrar svo greinar áður :)

Byrjum þetta þá:

1. Ensími - Kælibox

Ég ætla byrja þetta á íslenskulagi sem kom út á fyrstu plötu Ensími sem heitir Kafbátamúsík en sú plata er að mínu mati ein besta Íslenska plata allra tíma en það má segja að Ensími hafi slegið rækilega í gegn með þessari plötu.

Þetta lag er flott rokklag í anda plötur og má varla gera uppá milli lagana á plötunni.
Trommuleikurinn passar fullkomlega við lagið sem heldur laginu gangandi.
Frábært lag frá frábærri sveit.

2. Neil Young - Cowgirl In The Sand

Frá Kanada kemur hinn merki Neil Young með lagið Cowgirl In The Sand sem kom út á fyrstu plötunni hans með Crazy Horse Everybody Knows This Is Nowhere.

Þetta lag inniheldur mörg frábær gítarriff, sóló og pælingar.
Þrátt fyrir lengd sem er aðeins meira en 10 mín þá færir maður aldrei tilhneigingu til þess að skipta um lag sem gerir lagið enn betra.

3. Arcade Fire - Poupee de Cire Poupee de Son

Aracde Fire er hljómsveit frá Kanada sem hefur sannað sig sem eitt af þeim nöfnum sem sífellt að verða stærri og stærri en þau sló rækilega í gegn með plötunni sinni Funeral sem kom út árið 2004.
Í fyrra gáfu þau svo út nýja plötu Neon Bible sem mér finnst endast betur en fyrri skífa þeirra.

Þetta lag með Aracde Fire er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt minnst á og því miður veit ég ekki mikið um það þó það sé sungið á frönskuni.
Mæli með að þið reynið að verða ykkur útum þetta hressa og skemmtilega lag.

4. For A Mior Reflection - Ókyrrð

For A Minor Reflection eru fjórir íslenskir drengir (89 módel) sem spila svokallað post-rock eða síðrokk eins og það heitir á íslenskuni.
Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í fyrra og fékk hún heitið Reistu þig við, sólin er komin á loft… sem mér finnst æðisleg.
Þess má geta að þeir eru að ég held að klára túrinn sinn um Bandaríkin og Kanada

“Platan einkennist að mestu leyti af löngum lögum sem byrja hægt en stíga smátt og smátt upp í harða rokk kafla um miðbikið, detta svo aftur niður í rólegt dútl sem myndar oft annan part. Þau taka svo annað ris og verða að rosalegu rokki á ný, detta svo aftur niður og enda.” - tekið úr monitor dómnum.
Þetta er eins og ég myndi lýsa þeim.

Snúum okkur að laginu sjálfu ókyrrð þá er það mitt uppáhalds lag með þeim en það er einmitt þeirra vinsælasta lag. Það byggir vissulega á sömu formúlu og flest öll lögin á plötunni þeirra en trommurnar í þessu lagi finnst mér vera einna það besta við lagið því þær passa nánast 100% við melódíurnar í laginu.

5. Sigur Rós - Vaka

Til að róa sig niður ef allt rokkið er tilvalið að setja Sigur Rós í gang og lagið Vaka sem fullkomið í það. Rólegt en þó virkilega flott lag af () sem kom út árið 2002 sem er mín uppáhalds sigur rós plata.

6. Belle & Sebastian - electronic renaissance

Skosku poppararnir í Belle & Seabastian gáfu út plötuna tigermilk árið 1996 en mikið af breytingum hafa þeau gengið í gengum síðan.
Þetta lag sem kom út á tigermilk finnst mér vera í sérflokki miðað við öll lögin sem ég hef heyrt með belle enda allt öðruvísi. Raftrommurnar gefa örugglega laginu þann styrk sem mér finnst það hafa.

7. Antony and the Johnsons - Hope There's Someone

Þetta lag kom út á meistaraverkinu I'm a bird now.
Ótrúleg plata í alla staði sem allir sem hafa ekki kynnt sér hana ættu að gera í hið snarasta.

Þetta er söngur á heimsmælikvarða sem heyrist í hverju lagi á plötunni en röddinn í Antony er svo sérstök að sumum finnst hann syngja asnalega en það gerir hann sérstakann.
Þetta lag sýnir hversu góður söngvari Antony er í raun og veru.

8. At the Drive-In - Picket Fence Cartel

Þessa félaga finnst mér ekki þarft að kynna enda óendanlega svöl og góð hljómsveit.
Þessi sveit því miður klofnaði í tvær sveitir Sparta og Mars Volta sem eru í sjálfu sér æðislegar sveitir.

Þetta lag hefur mjög grípandi melódíu strax í byrjun og áður en maður tekur eftir því að sokkinn í lagið eins og góða bók.

9. !!!(CHK CHK CHK) - Must Be The Moon

Þessi fönk indie raftónlistar sveit !!! (borið fram CHK CHK CHK) hefur gefið frá sér þrjár skífur og spiluðu á Airwaves í fyrra.
Þeir eru kannski ekki bestu söngvarar í heimi en þeir bæta það upp með góðri spilamennsku sem kemur manni í stuð.

Þetta lag er af nýjustu skífu þeirra Myth Takes sem kom út í fyrra en lagið sjálf er eitt af þeim betri á plötunni og meðan ég renn í gegnum það þá langar mig strax til þess að dansa.

10. King Crimson - 21st Century Schizoid Man

21st Century Schizoid Man er fyrsta lagið á fyrstu plötu King Crimson In The Court Of The Crimson King. Sú plata hefur verið talin ein af bestu prog rock plötu allra tíma sem ég get ekki annað en tekið undir það.
Þetta lag hefur allt uppá að bjóða sem gott grípandi prog rock lag þarf að hafa.
Fullomið lag ? tja nánast.

11. Polvo - Thermal Treasure

Polvo ? já polvo er hljómsveit sem ég held mjög fáir hugarar þekki en sú sveit er æðisleg.
Þeir gáfu út nokkrar plötur meðan þeir störfuðu á árunum 1990-1998 en Today's Active Lifestyles er ein af þeim sem er að mínu mati þeirra besta skífa


Á þessu ári held ég þá hófu polvo aftur störf eru núna að trúa um heiminn :D.

Þetta er lag sem byrjar rólega og magnast upp, dettur niður í rólakafla áður en það endar á fullu blússi.

11. The Band - The Night They Drove Old Dixie Down

The band er frábær sveit en þetta lag er af annari plötu þeirra The band en það er æðisleg plata.
Ég hef fátt að segja um þetta lag nema að það er fullkomið meistaraverk.

12. Rock Plaza Central - My Children, Be Joyful

Kanada er frjósamt land góðrar tónlistar.
Þessi sveit er æðisleg og þetta lag er virkilega hresst en þetta lag kom út plötunni Are We Not Horses á því merkisári 2006.

13. TV On the Radio - Wolf Like Me

TV menn gáfu frá sér gífurlega góða plötu (Return to Cookie Mountain)
á árinu 2006 og þetta lag fannst mér standa uppúr sem mitt uppáhalds á henni en það má varla gera uppá milli lagana enda er þessi plata algert gull.

Tv on the Radio eru þó ekki ókunnir íslandi enda hafa þeir spilað á Airwaves.
Lagið er virkilega fallegt og vel spilað lag með gífurlega skemmtilegum trommuleik.

14. Sudden Weather Change – St. Peters Day

Mikið rokk, hávaði og góð spilamennska einkenna Sudden en þeir koma einmitt frá Íslandi. Þeir eru virkilega góðir live og voru beðnir m.a að spila aftur á airwaves í fyrra.
Þetta lag er hægt að ná í núna á monitor.is og mæli með að allir sæki það sem hafa gaman af þungu indie rokki.
Þetta lag er æðislegt lag, flottur texti og trommur keyra melódíurnar áfram sem færir laginu sterka heild.

15. Explosions In The Sky - Your Hand In Mine

Ég ætla enda þessa brennslu á rólegu en afskaplega notalegu post-rock lagi með Explosions In The Sky af plötunni The Earth Is Not A Cold Dead Place sem er náttúrlega ekkert nema góð plata.

Takk fyrir mig og vonandi höfuðið þið gaman af þessu :)
www.bit.ly/1ehIm17