Kall Skyldunnar - Hnífaðu Bastarðinn Kveldið kæru hugarar. Hérna ætla ég að fjalla um eina ferskurstu hljómsveit Íslands, þá er ég auðvitað að meina Kall Skyldunnar!

Saga Hljómsveitinnar

Þann 14 Febrúar 2006 ákváðu Bobbsterinn (Bárður Ólafson) og Gunný Slæsfón (Gunnar Leifsson) að stofna hljómsveit saman. Bobbsterinn spilar á Gítar og syngur og Gunný Slæs spilar á Trommur. Þeim vantaði bassaleikara og hófu Underground keppni og voru þar 7 þáttakendur sem tóku þátt. Sá sem hreif þá mest var meistarinn Japlarinn (Nonni Sigvaldsson) sem var valinn bassaleikari Kall Sklydunnar. Þeir byrjuðu á að æfa saman og þann 4 október voru þeir komnir með 8 demo lög og 2 cover.Þeir ákváðu að búa til disk sem bar nafnið “Japlarinn Bjargar Deginum” en til þess má til gamans geta að þetta er mjög sjaldgæfur diskur og voru aðeins búin til og seld 18 eintök. Eftir frábæra dóma frá mönnum eins og Magna (Á Móti Sól) og fleirum þekktum einstaklingum ákváðu þeir að spila meira og endaði það með því að annar diskur kom út. Sá diskur kom út árið 2008 og bar hann nafnið “Hnífaðu Bastarðinn” og átti hann upphaflega að vera til styrktar Stulla Lukku Láka en honum vantaði nýja tölvu til þess að geta spilað Call Of Duty 4. Ákveðið var að hætta við þennan styrk og ákvað var að taka þetta “RadioHead” style og gefa diskinn frítt á netinu. Eftir mikla hugsun var ákveðið að setja hann á The Viking Bay og hafa margir nælt sér í þennan gimstein þaðan.


Framtíð

Búast má við þriðju plötunni frá þeim og bíða margir spenntir eftir henni. Svo má líka til þess gamans geta að Bobbsterinn er að fara að kaupa sér nýjan gítar en ekki er búið að ákveða tegund.

Lokaorð

Að lokum vil ég minna á niðurhals linkinn sem er http://thevikingbay.org/details.php?id=9336