Ég átti að gera ritgerð í skólanum um beethoven og kannski þykir manni nú gaman að hafa einhverja nýa grein! þar að sega öðruvísi grein!
P.s. þetta er ekki copy paste ég lofa! nema ég copyaði hana úr word sem ég skrifaði í!

Ludwig van Beethoven fæddist í Bonn í Þýskaland 17. desember árið 1770. Fjölskylda hans var af hollenskum ættum og hafði tónlistin verið í ætt hans um tvö kynslóðabil. Faðir hans hét Johann van Beethoven og var hann einnig fæddur í Bonn árið 1740. Hann giftist 21 árs gamalli ekkju sem hét Maria Magdalena árið 1767. Þau eignuðust sitt fyrsta barn í apríl árið 1769 sem því miður lifði aðeins í 6 daga. Aðeins tvö af hans yngri systkinum lifðu af. Þeir sem lifðu voru Caspar Anton Carl og Nikolaus Johann. Þeir bræður voru mjög nánir Beethoven allt þar til að hann dó.

Árið 1787 fór Beethoven til Vínar og voru þá hæfileikar hans uppgötvaðir og hitti hann þar einnig Mozart sem var fyrst frekar efins um getu hans sem píanóleikara en eftir að hafa heyrt hann spila sagði hann að einhvern daginn myndi heimurinn verða tilneyddur til að hlýða á tónlist hans. Vínarferðin var þó frekar stutt að sökum veikinda móður hans. 17. júlí það sama ár dó hún og versnaði þá drykkja föður hans til muna. Af þeim orsökum féll umsjá yngri bræðranna tveggja í hendur Beethovens sem gaf þeim helming launa sinna.

Árið 1792 kom Joseph Haydn til Vínar þar sem þeir Beethoven hittust og bauðst Haydn til að taka hann í tíma. Snilld hans vakti athygli. Haydn, sem hann leit mikið upp til, styrkti hann fyrst, svo hann komst til náms í Vín. Svo tók Salieri við. Eftir það fór hann að geta séð fyrir sér með klassískum píanóleik sínum og lá þá leið hans aðeins uppávið. Verk Beethovens nutu mikillar frægðar enda átti hann það alveg skilið. Þetta var merkilegur tónlistamaður. (það finnst mér vera satt!) um tvítugt fór hann að missa heyrn og eins og gefur að skilja hafði það áhrif á feril hans. Hann gat ekki haldið tónleika lengur og fylltist hann reiði og beiskju. En hann lét það samt ekki stoppa sig í tónlistinni. Inní sér heyrði hann tónlistina enduróma, fann tónana flæða um sig, en hann bara heyrði þá ekki. Síðasta skiptið sem hann kom fram opinberlega var 25. janúar 1815. Í kringum fimmtugt var hann orðinn alveg heyrnarlaus og gat ekki skilið neitt nema það væri skrifað á blað.

Beethoven á skilið alla okkar virðingu! verk hans urðu mörg og hvert öðru mikilfenglegra.



Hann lést af langvarandi veikindum í íbúð sinni í Schwarzspanierhaus 26. mars 1827. Hann var jarðsettur 29. mars í Währing kirkjugarðinum. Alls voru rúmlega 20.000 manns viðstaddir jarðarförina. 21. júní 1888 voru jarðneskar leifar hans fluttar í aðal krikjugarðinn í Vín.

Mörg verka hans hafa verið gefin út nú á síðari árum, og hafa þau notið mikillar hylli.

Klassísk tónskáld líta mikið upp til Ludwigs van Beethoven enda er hann eitt besta tónskáld sem uppi hefur verið.

_____________________________________________________________
Takk fyrir Flipskate