Já, þetta er ein af þessum playlist greinum sem enginn nema höfundur hefur gaman af. Mér datt í hug að taka þátt seinast þegar æðið gekk yfir, en vildi ekki vera algjör lúði, þannig að ég ákvað að bíða með það.
Ég fékk nýverið (þ.e.a.s. fyrir nokkrum mánuðum) aðra, og nýrri, tölvu. Við það breyttist allt skipulag á playlistum og eins og ég er latur maður, gerðist ekkert í þeim málum af viti þangað til í gær. Þá sat ég sem oft áður fyrir framan tölvuna og hlustaði á eitthvað random rugl og laust þeirri hugmynd niður í hausinn á mér að fara að taka mig aðeins á, og já, afraksturinn er hér fyrir neðan:

1-5: Alkaline Trio
Mjög svo góð hljómsveit, og samkvæmt almennu áliti leyfist að flokka þá sem “pönk,” eins sjaldgæft og það er nú til dags. Ég er hérna með lögin Radio, We've Had Enough, Time To Waste, Burn og Wash Away, sem er víst T.S.O.L. ábreiða.

6: Patrick Wolf
Já, ég náði í nýjust útgáfu af Winamp og fylgdi þá þessi poppaði smellur, The Magic Position með, og ekki er hann amalegur.

7-13: Billy Talent
Þessi hljómsveit er sannkallaður gullmoli, þó mér skiljist að þeir séu reyndar frekar slappir live. Þeir hafa gefið út tvo diska undir þessu nafni (en hétu áður Pezz), og er ekki að finna lélegt lag á þeim. Sorglegu fréttirnar eru þær að trommarinn, að ég held, er með hrörnunarsjúkdóm og þeir eru eitthvað að leysast í sundur. Lögin sem ég er með á listanum heita Prisoner of Today, Covered in Cowardice, Cut the Curtains, Lies, Pins and Needles, Worker Bees og Surrender.

14, 15-16, 17: Reel Big Fish, Duran Duran, Björn Again
Ástæðan fyrir því að ég flokka þetta saman er sú að lögin með Reel Big Fish og Björn Again eru Duran Duran ábreiður. 14. lagið er Hungry Like The Wolf, í afar skemmtilegri ska útgáfu Reel Big Fish. Ég er einnig með sama lag í “upprunalegri” útgáfu og líka lagið Rio. Svo er það lagið Girls on Film, flutt af einhverri hljómsveit sem heitir Björn Again, og ekki veit ég meira um þá en það.

18-24: Death Cab for Cutie
Virkilega *góð* hljómsveit sem eiga mörg meistaraverk, bæði hvað texta og lag varðar. Hafa gefið út marga diska af mellow indie tónlist, en ég uppgötvaði þá því miður ekki fyrr en þeir gáfu út nýjasta diskinn sinn, Plans, árið 2005. Ekki fengi ég mikið indie props fyrir það, og ætli ég haldi mig bara við að fylgja ekki einhverri heimskulegri stereotýpu (jafnvel þó það eigi að vera rosalega “öðruvísi” að vera indie).
Hmm, en jæja.. lögin sem ég er með heita allavega A Movie Script Ending, Death of an Interior Decorator, Bend to Squares, Champagne from a Paper Cup, President of What?, Summer Skin og Blacking Out the Friction.

25-27: Relient K
Þessi hljómsveit spilar afar auðmelt og þægilegt powerpopp, sem sumir myndu ef til vill kalla pop-punk, en mér líkar illa við að láta skjóta mig niður á umræðuvef sem þessum (og reyndar bara yfirleitt). Þeir eru oft frekar skemmtilegir í textagerð, þótt efnistök séu kannski ekki þau menningarlegustu. Ég á með þeim disk sem heitir Two Lefts Don't Make a Right, but Three Do… og þykir mér hann frekar skemmtilegur. Allavega er ég hérna með lögin Which To Bury, Us or the Hatchet?, From End to End og Who I Am Hates Who I've Been.

28-31: NOFX
Snarruglaðir og afar hressir, ja.. pönkarar. Af öllum þeim aragrúa diska sem þeir hafa gefið út er ég nú með frekar lélegt úrval og eru öll lögin sem hér eru af disknum The War on Errorism, en vill svo skemmtilega til að ég mæli eindregið með honum.
Lögin heita She's Nubs, Decom-poseur, Medio-core og American Errorist (I Hate Hate Haters).

32: "Lagwagon og NOFX"
Lagwagon og NOFX eru vissulega hálfgerðar vinahljómsveitir, þannig að þetta er ekkert ólíklegt mix, en ég er ekki með neitt um þetta lag á hreinu, nema þá að það heitir Who Am I (Craig's Brother), og er mjööög kjúl O_o

33-37: Taking Back Sunday
Þetta er hljómsveitin sem U2 væri ef U2 væru jafn góðir og þeir halda að þeir séu. Reyndar spila þeir tónlist sem er mjög langt frá því að vera lík þeirri sem U2 spila, en það sem ég er í rauninni að segja er að Taking Back Sunday eru góðir, á meðan U2 eru það ekki. Anyhoo, á listanum eru Number Five With a Bullet, You Are So Last Summer, Up Against (Blackout), One-Eighty By Summer og Divine Intervention og eiga þeir mörg önnur frábær lög.

38-40: Bloc Party
Þessi hljómsveit á nokkur mjög góð lög og nokkur ekki jafn góð. Ég hef ekki nennt að ná í nýjasta diskinn, og líklega mun ég ekki gera það í bráð, enda upptekinn maður… Lögin sem ég er með heita Like Eating Glass, Helicopter og Positive Tension og marka þau lok þessa lista.

Ef þið takið eftir einhverjum staðreyndavillum, þá skulið þið ekki hika við að benda á þær í einkaskilaboðum, svo þið látið mig nú ekki líta illa út.

Ég veit ekki hvað ég get sagt (eða skrifað) meira núna, og kveð því að sinni og bendi um leið á last.fm síðuna mína þar sem þið getið fylgst með mér nauðga þessum lista. Þar má einnig sjá mynd af mér í afar fallegum, rauðum Green Day bol. Punx!