Playisti 3# Þá er komið að því þriðja playlistagrein ÖmmuRolla

Jæja þetta er m.a til að kynna öðrum fyrir nýjum hljómsveitum enda er komið playlista æði igen á huga.

1. Mates Of States og lagið Goods (All In Your Head)
Fyrsta lagið er með dúettinum frá USA sem spilaði á Airwaves í fyrra og þess má geta að þau eru hjón.
Þetta lag má finna á EP plötu sveitarinnar All Day frá 04.
Þetta er uppáhalds lagið mitt þar af leiðandi get ég því hlustað á það endalaust.
Það skemmir ekki fyrir hvað þetta er hresst lag sem ég mæli með fyrir alla sem vilja koma skapinu í lag.

2. The New Pornographers - Use It
Alltaf kemur súpergrúbban frá Kanada The New Pornographers mér á óvart.
Use It er lag sem fest í mér frá fyrstu hlustun á nýjustu skífu þeirra frá 05 Twin Cinema.
Hresst og skemmtilegt lag þar sem söngurinn er frábær.
Þess má geta að það liggja tvær aðrar sífur eftir sveitina sem eru ásamt Twin Cinema svo góðar að ég gæti aldrei svarað því hvaða plata væri best.

3. Crash Test Dummies - Afternoons And Coffeespoons
Ég hef ekki kynnt mér Crash Test Dummies voðalega mikið en það sem ég heyrt með þeim er æðislegt.
Afternoons And Coffeespoons er eitt af þeim lögum og þau sem ég man best eftir, ég hversvegna það er en það gæti verið hvað er nafnið á laginu
síðdegi og Kaffiskeiðar

4. !!!(lesist sem chkchkchk) - When The Going Gets Tough, The Tough Get Karazzee
Ég veit hvar ég á byrja
!!! eru að fara spila á Airwaves í vetur.
!!! hafa gefið út þrjár plötur og sú nýjasta kom út í ár sem ég á enn eftir að kynna mér.
Þetta áhugaverða lag má finna á skífunni Louden Up Now frá 04.
Sjálfur mæli ég þessu bandi fyrir þá sem fíla skemmtilega blöndu af Electronic, fönki og rokki tékki á þessu bandi.

5. Mogwai(lesist mog-why) - Like Herod
Hefurðu gaman af Insturmental Post-Punki ?
Þá er þetta eitthvað fyrir þig..
þetta lag kom út á einni mögnuðustu plötu síðasta áratugar Young Team sem var frumraun strákanna í Mogwai frá skolandi.
Ég ætla ekki að lýsa þessu lagi með eigin orðum því þú verður að upplifa það sjálf/ur
Þess má gera Mogwai eru líka eitt stærsta og áhrifamesta bandið í þessum flokki tónlistar.

6. Skytturnar - Logn á undan storminum
Fyrsta íslenska lagið á þessu playlista og það er allt annað en hefur heyrst hér.
Þetta er Íslenskt Hip hop frá Akureyri.
Þeir áttu eina bestu Íslensku plötuna árið 2003 Illgresið en það ár var æðislegt tónlistar ár.
Þetta lag fjallar m.a um að náunginn í laginu sé lítill hvirfilbifur.

7. Decemberists - Sons and Daughters
Decemberists gerast ekki betri enn þetta, tvær plötur á tveim árum og hver annarri betri.
Þetta lag kom út á plötunni Crane Wife sem kom út í fyrra og er ein af mínum uppáhals plötum frá því ári.
Þetta er svo sannarlega eitt af þeim skemmtilegri á plötunni.
Þetta lag er í svona rólegri kantinum og söngurinn og trommunnar í lokinn.
Úff..
Hear all the bombs fade away
Hear all the bombs fade away
Hear all the bombs fade away
þangað til lagið er búið.

8. The Libertines - can't stand me now
Peter Doherty er snillingur og hana nú.
Þetta æðislega hressa og skemmtilega lag má finna á plötunni sem heitir einfaldlega The Libertines.
Ég er enginn lega ástfanginn af þessu lagi.

9. Rock Plaza Central - My Children, Be Joyful
Þetta band þekkja eflaust “mjög margir” en þetta lag kom út plötunni Are We Not Horses sem kom út í fyrra.
Are We Not Horses er frábær plata frá enn einu bandinu frá Kanada.
Já Kanada hefur alið frá sér mörg gæða bönd eins og Arcade Fire, New pornographers og Broken Social Scene svo eitthvað sé nefnt.
Þetta lag er mjög áhugavert vegna alla hljóðfarana í laginu enda minnir mig svolítið á gamla þjóðlagatónlist fyrir utan kannski sönginn.

10. Feeder - Feeling A Moment
Ég æta aðeins að monta mig fyrst eða eigum við að sleppa því ?
Ég hef séð feeder live og það var æðislegt þótt þeir væru upphitunar band fyrir rolling stones skipti það ekki máli.
Það kom mér líka á óvart hvað mér þeir góðir þar enda var það upphafið að því sem varð að því að ég fór að hlusta mun meira á feeder.
Þetta rokk/popp band hefur gefið út allnokkrar plötur en uppgrunarlegi trommarinn þeirra framdi sjálfsmorð 2002 =/.
Þetta band samanstendur samt af velskum gítar og söngvara. Japönskum bassaleikara og Enskum trommara þó þeir séu alltaf fjórir live enda eru þeir að hygg alltaf með live gítaraleikara með sér.

Feeling A Moment er öflugt rokk/popp lag með flottum söng.


11. Maximo Park - Graffiti
Það hefur mikið verið fjallað um að það eigi að útrýma Graffiti úr þessu landi
þess vegna valdi ég þetta lag.
Það er líka helvíti langt síðan ég hlustað á Maximo Park… samt sem áður stórskemmtilegt bitpopp band.
Þetta lag kom út á fyrstu plötu sveitarinnar A Certain Trigger og er svona að mér finnst vera svona týpískt britpopp lag.
Þess má geta það þeir gáfu út nýja plötu 2.Apríl að nafni Our Earthly Pleasures sem ég á enn eftir að kynna mér.


12. Bloc Party - Songs For Clay
Fyrsta lagið á nýju plötu Bloc Party A Weekend In The City.
Ég bjóst ekki við miklu frá þeim þar sem ég hef margt oft séð bönd gefa út sína aðra plötu eftir að fyrsta hafi slegið í gegn og hún verið frekar slöpp þótt það sé ekki sama hægt að segja um Bloc Party þótt hafi breytt eitthvað um stíl enda er þessi plata allt öðruvísi en frumraunin en þó alveg góð.
Þeir eru líka að fara spila á Airwaves :D.
Songs for clay er samt sem áður fanta gott lag.

13. Benni Hemm Hemm - sól á heyhóla
Ég ætla að enda þetta á Benna Hemm Hemm.
Trommurnar, Benni og allir blásararnir mynda eina sterka hressa heild sem verður að hressta laginu á Kajak annarri plötu Benna.



Takk fyrir mig og ég vona að ég sé ekki fara með einhverjar staðreyndavillur ef svo er meigiði benda mér á það
www.bit.ly/1ehIm17