Untitled Ég ákvað að gera eitt stk. lagalista í þeirri von að einhverjum þætti jafn gaman að lesa minn lagalista og mér finnst gaman að lesa annarra. Kannski er ég bara svona helvíti narcissistic?

Ég ákvað líka að setja þetta hérna á tónlist í staðinn fyrir að skilgreina þetta eitthvað bara til þess að forðast frekari deilur.

1. Baby, I'm gonna leave you - Led Zeppelin
Einstaklega tilfinningaþrungið lag. Kom mér í gegnum menntaskólastærðfræðina. Besti hlutinn er í endann þegar sólóið kemur og Robert syngur, alveg magnað.

2. Hound Dog - Elvis Presley
Kemur mér alltaf í gott skap ef ég er blue. Ekkert meir um það að segja, enda kannski ekki mjög djúpt lag.

3. Age of Aquarius - Hair
Einstaklega skemmtilegt lag og ennþá skemmtilegra að syngja það, finnst það svo nakið eitthvað.

4. La Vie Boheme - Rent
Eins og með lagið fyrir ofan þá finnst mér ég vera svo frjáls og óheft þegar ég hlusta á þetta. Ekkert þú verður að vera svona og hinsegin. Reyktu bara hass og vertu samkynhneigð/ur ef þú vilt það.(Ekki það að ég stundi hvorugt af þessu;))

5. Nína - Stebbi & Eyfi
Mamma hatar að ég skuli elska þetta lag og ég elska að mamma hati þetta lag. Einfalt. Eitt besta lag sem við Íslendingar höfum sent í þessa annars frekar lélegu keppni.

6. Unintended - Muse
Frábært lag, frábær texti, frábær hljómsveit og yndislegur söngvari. Með þetta allt að baki þá er ekki hægt að klikka.

7. What's going on? - 4 Non Blondes
Aðal “djammlag” hjá mér og vinkonunum. Kemur manni alltaf í rétta skapið að öskra aðeins með þessu lagi.

8. Rollerskate song - Melanie Safka
Það eru kannski ekki margir sem þekkja þessa einstöku söngkonu en hún var mest í sviðsljósinu á svipuðum tíma og Janis Joplin og féll kannski eilítið í skuggann á henni(reyndar ekkert skrítið)en henni tókst allavega að heilla mig með þessu lagi. Hún á líka gott lag sem heitir Ruby Tuesday, held að flestir kannist við það.

9. Me & Bobby McGee - Janis Joplin
Hún er klárlega í uppáhaldi hjá mér en þetta lag toppar allt saman. Freedom's just another word for nothing left to loose. Besta setning í heimi.

10. Ring of Fire - Johnny Cash
Ég finn mig alltaf í þessu lagi þó ég eigi eflaust ekki neitt sameiginlegt með því sem hann er að syngja um.

11. Brown Eyed Girl - Van Morrison
Einstaklega krúttilegt lag, veit ekki afhverju, það bara er það.

12. Thoughts of a dying Atheist - Muse
Grípandi lag, flottur texti. Hlustaði ekki á neitt annað þegar ég fékk Absolution.

13. Morning has broken - Cat Stevens/Yusuf Islam
Fallegt lag, tala nú ekki um ef maður er að keyra á morgnana og sólin er að koma upp. Þá fyrst er maður komin í himnaríki.

14. Galvanize - The Chemical Brothers
Flottur taktur í þessu, fær mann til þess að vilja vera einhverstaðar annarstaðar einn dansandi, ég get alveg gleymt mér í þessu lagi.

15. I guess that's why they call it the blues - Elton John.
Ég sleppi ekki svona lagalista án þess að setja Elton John, þetta er einungis eitt gott lag af mörgum, gat varla valið, en þetta stendur uppúr.

Þið skiljið kannski núna afhverju ég vildi ekki skilgreina þetta, einungis af því að ég get það ekki.
Athugasemdir vel þegnar og segið mér endilega hvað ykkur finnst.
Fyrirfram þakkir:)