Danmörk í janúar 2002!!!! Sælt veri fólkið!

Ég hef verið að pæla í að skella mér til Köben í janúar 2002 og sjá eina tónleika! Málið er að foreldrunum er ekkert rosalega vel við að ég fari einn út vegna þess að ég er nú bara 16 (ég mundi samt fara einn ef þess væri þörf). Svo væri líka gott að hafa einhvern annað félagskap en sjálfan sig og deila með einhverjum kostnaði (öðrum en farinu út) og svoleiðis.

Þessir tónleikar verða 28. janúar í KB Halle í Kaupmannahöfn. Þar mun “Pain of Salvation” vera að hita upp fyrir ofurprogressive rokkarana í “Dream Theater”. Þetta eru draumatónleikarnir (allavega fyrir mig) og verður örugglega geðveikt. Líka þar sem báðar hljómsveitirnar eru að gefa út nýja plötu í jan. “Six Degrees of Inner Turbulence” heitir Dream Theater platan og kemur út um 22. jan. , Pain of Salvation eru ekki ennþá búnir með sína!

En ef það er einhver möguleiki að einhver vilji skella sér með, þá máttu gjarnan e-maila mér eða eitthvað (stein2@simnet.is)

SIGGI STEiN!!!!!!!!
YtseJam
maJestY