Heil og sæl.

Við vorum að fá í hús haug af frábærum titlum. Endilega smjattið á þessu, þetta er afar saðsamt og gott gúmmelaði.

Atmosphere - You Can't Imagine How Much Fun We're Having
Fimmta hljóðverskífa Íslandsvinanna Atmosphere. Atmosphere hafa sannað sig með áhugaverðari hiphop-tónlistarmanna samtímans. Með stanslausum útgáfum og spileríi hafa þeir skipað sér fastan sess í framlínu neðanjarðar hiphop-senunnar.

Blonde Redhead - Blonde Redhead
Fyrsta hljóðversskífa Blonde Redhead fáanleg á ný hér á landi eftir langa hríð. Eins og önnur skífa þessara Íslandsvina þá kom út á sínum tíma hjá Smells Like Records sem er útgáfa í eigu Steve Shelley úr Sonic Youth. Á þessari skífu var hinn alíslenski Skúli Sverrisson fastur meðlimur í sveitinni.

BOREDOMS
Boredoms er með goðsagnakenndari sveitum Japana fyrr og nú. Sögu sveitarinnar má rekja allt til ársins 1986 og eru breiðskífur þeirra orðnar samtals sautján talsins. Í hópi aðdáenda sveitarinnar hefur mátt telja hljómsveitir á borð við Nirvana, Flaming Lips og Sonic Youth. Til gamans má geta að “Yoshimi Battles The Pink Robots” nefnd eftir bassaleikara Boredoms, Yoshimi P We, sem einnig leiðir hina merku OOIOO.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um að það sem vestræn menning leiðir af sér er oftast tekið mörgum skrefum lengra í Japan og eru Boredoms gott dæmi um það.

Á fjölmörgum breiðskífum sínum blandar sveitin saman ólíkum áhrifum og má greina sameiginlega strauma með tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við John Zorn, Napalm Death, The Jesus Lizard, Butthole Surfers, Can, Faust, Sonic Youth, Mr. Bungle o.fl.

Boredoms hafa haft áhrif á ótal sveitir og má m.a. nefna Deerhoof, Fantomas, The Mars Volta, Black Dice, Lightning Bolt og ótal fleiri.

Hér má sjá þessa fríðu sveit á tónleikum:

http://www.youtube.com/watch?v=f25Ns3PignE
http://www.youtube.com/watch?v=kgwMBXhyp9w

Boredoms - Chocolate Synthesizer
Fimmta hljóðversskífa Boredoms.

Boredoms - Onanie Bomb Meets The Sex Pistols
Fjórða breiðskífa sveitarinnar.

Boredoms - Pop Tatari
Þriðja breiðskífa Boredoms.

Boredoms - Seadrum/House Of Sun
Plata frá 2005.

Boredoms - Super Roots Vol. 1
Smá-breiðskífa frá 1993

Brant Bjork - Keep Your Cool LP
Keep Your Cool er fjórða Brant Bjork sem er fyrrum trymbill ekki ómerkari sveita en Kyuss, Fu Manchu og Mondo Generator. Sólóplöturnar hans eru innihalda eitt besta töffararokk sem fyrirfinnst. Keep Your Cool inniheldur lög á borð við Rock-N-Rol'e, I Miss My Chick og fleiri góð.


Burial - Burial
Fyrsta breiðskífa Burial kom eins og þruma úr heiðskíru lofti á síðasta ári. Mikil dulúð hefur fylgt þessari hljómsveit eða tónlistarmanni frá upphafi. Enginn veit hvort Burial sé hljómsveit eða hvort hér sé á ferð einhver einn tónlistarmaður. Burial er fyrsta breiðskífan sem kemur út á útgáfumerki Kode 9, Hyperdub.

Burial er kennd(ur) við dubstep sem er tónlistarstefna sem hálfpartinn hefur kastað bomba í tónlistarsenuna í London og hafa tónlistarmenn sem tileinka sér þessa stefnu, t.a.m. Skream, Vex'd, Loefah og Kode 9 verið að setja nýjar reglur og ný viðmið.

Dubstep er tónlistarstefna sem á margt sameiginlegt með reggae og dub en á einnig skírskotanir í garage, grime, industrial og drum n' bass, þ.e. sé það hægt töluvert á því.

Burial á eftir að hafa áhrif um ókomna tíð.

The Wire segja: “A stealthy and seductive symphony of resonant bass and mournful white”

Uncut segja: “An immersive and hugely evocative listen.”

Observer Weekly segja: “A mournful dubstep masterpiece”

Q Magazine segja: “Spooked electronic dub with a widescreen feel… the dubstep answer to Massive Attack's ‘Blue Lines’.”

Pitchfork Media segja: “If you buy only one dubstep album this year, buy this one.”

Comets On Fire - Comets On Fire
Comets On Fire gaf út eina af betri plötum ársins í fyrra, Avatar. Það okkar mat sem og fjölda annarra. Hér er fyrsta breiðskífa sveitarinnar frá árinu 2003 og var hún gefin út af hinu fræga Alternative Tentacles. Á þessari plötu eru allir takkar og rofar í ellefu.

Comets On Fire - Field Recordings From The Sun
Önnur plata Comets On Fire og að þessu sinni hjá Sweet Nothing í Bretlandi (Fu Manchu, Nebula o.fl.). Þessi kom út 2004.

Dinosaur Jr. eru að fara að senda frá sér glænýja breiðskífu í apríl. Það er sérstaklega frásögu færandi þar sem upprunalega liðskipanin er komin saman á ný og er það í fyrsta skiptið síðan 1989 sem það gerist. Þetta eru s.s. þeir J Mascis, Lou Barlow og Murph. Það var þessi útgáfa sveitarinnar sem gaf út mörg þeirra bestu lög á sínum tíma, t.a.m. ‘Freak Scene’, ‘Little Fury Things’, ‘Let It Ride’ og mörg fleiri.

Dinosaur Jr - Dinosaur Jr CD
Fyrsta breiðskífa sveitarinnar.

Dinosaur Jr - You're Living All Over Me CD
Önnur breiðskífa kappanna. Inniheldur m.a. “Little Fury Things” og The Cure lagið “Just Like Heaven”.

Dinosaur Jr - Bug CD & LP
Þriðja breiðskífa Dinosaur Jr. Á geisladisknum má m.a. finna myndbönd við lögin ‘Freak Scene’ og ‘No Bones’.



Elvis Presley - Memphis Recording Service Vol. 1 Bók + DVD (Audio & Video) & 7"
Hér er á ferðinni fyrri af tveimur stórglæsilegum pökkum sem við vorum að fá frá Memphis Recording Service.

DVD inniheldur eftirfarandi lög.

1. My Happiness
2. That's When Your Heartaches Begin
3. That's All Right
4. Blue Moon of Kentucky
5. Good Rockin' Tonight
6. I Don't Care If The Sun Don't Shine
First Louisiana Hayride Show 16th October 1954
7. Lucky Strike (Scotty and Bill tune up)
8. That's All Right (Live)
9. Blue Moon of Kentucky (Live)
10. Milkcow Blues Boogie
11. You're A Heartbreaker

Sjötommu vínilplatan inniheldur upptöku af That's All Right Mama og kemur hún hér út í fyrsta skiptið út síðan 1954.

Bókin er stútfull af ljósmyndum og fróðleiksmolum um kónginn.

Elvis Presley - Memphis Recording Service Vol. 2 Bók + DVD (Audio & Video) & 7"
Þetta bindi er enn glæsilegra en það fyrra og inniheldur það bæði DVD-Audio og DVD-Video diska sem og sjötommu vínilplötu með laginu “Mystery Train” og kemur það í fyrsta skiptið út í þessari útgáfu á vínil síðan 1955. Bókin inniheldur meðal annars nýja fróðleiksmola um kónginn skrifaða af Joseph Pirzada og John Michael Heath. Einnig eru í bókinni mynd og fleiri munir sem aldrei hafa sést áður.

AUDIO - DVD-AUDIO/DOLBY DIGITAL

1955 Hljóðversupptökur - MEMPHIS RECORDING SERVICE

1. Baby Let's Play House (Arthur Gunter)
2. I'm Left, You're Right, She's Gone (Kesler/Taylor)
3. I Forgot To Remember To Forget (Kesler/Feathers)
4. Mystery Train (Parker/Phillips)
5. Trying To Get To You (Singleton/McCoy)
6. When It Rains It Really Pours (SESSION) (William Emerson)
7. How Do You Think I Feel? (SESSION) (Walker/Pierce)

'How Do You Think I Feel?' exist's only from the echo track tape which was linked to Scotty's guitar making it very hard to distinguish Elvis' vocals.

1955- Útvarpsupptökur og viðtöl

JAN 6TH KDVA RADIO- Cotton Club, Lubbock Texas

8. Fool, Fool, Fool (Nugetre)
9. Shake, Rattle, and Roll (Charles Calhoun)


Viðtöl

10. July 29th 1955 Jacksonville FL - Mae Axton interview Elvis
11. August 10th 1955 KSIJ Radio Commercial Gladewater TX
12. August 31st 1955 Memphis TN - Bob Neal interview Elvis, Scotty and Bill

Tónleikaupptökur frá 1955

Louisiana Hayride - January 15th

13. Hayride Begins Jingle
14. Hearts Of Stone (Ray/Jackson)
*15 INTRO/That's All Right (Arthur Crudup)
*16 INTRO/Tweedle Dee (Winfield Scott)

Louisiana Hayride - January 22nd

*17. Money Honey (Jesse Stone)
18. Blue Moon Of Kentucky (Bill Monroe)
19. I Don't Care If The Sun Don't Shine (Mack David) 2.23
20. That's All Right (Arthur Crudup)
Eagle's Hall, Houston Texas- March 19

21. Good Rockin' Tonight (Roy Brown) 2.04
22. Baby Let's Play House (Arthur Gunter) 2.15
23. Intro/Blue Moon Of Kentucky (Bill Monroe) 1.50
24. Intro/I Got A Woman (Charles/Richard) 3.01
25. Intro/That's All Right (Arthur Crudup) 2.06

Louisiana Hayride - April 30th

26. INTRO/Tweedle Dee/Outro (Winfield Scott)


Louisiana Hayride - July 16th

27. INTRO/I'm Left You're Right She's Gone/Outro (Kesler/Taylor)


Louisiana Hayride - August 20th

28. INTRO/Baby Let's Play House (Arthur Gunter)
29. INTRO/Maybellene (Chuck Berry)
30. INTRO/That's All Right (Arthur Crudup)
31. Hayride Ends Jingle

Aukalög

1954 Hljóðversupptökur - Memphis Recording Service

32. I'll Never Stand In Your Way (Heath/Rose) 2.03
33. IT Wouldn't Be The Same Without You (Raskon/Brown/Fisher)
34. Harbour Lights (Kennedy/Williams)
35. I Love You Because (Leon Payne)
36. Blue Moon (Rodgers/Hart)
37. Tomorrow Night (Coslow/Gross)
38. I'll Never Let You Go (Little Darlin') (Jimmy Wakely)
39. Just Because (Shelton/Shelton/Robin)
40. I'm Left, You're Right, She's Gone (Slow Version) (Kesler/Taylor)

The Exploding Hearts - Guitar Romantics

The Exploding Hearts - Shattered

The Flaming Lips - Oh My Gawd!!! ….The Flaming Lips LP
Þriðja breiðskífa The Flaming Lips hér í glæsilegri endurútgáfu á vínil.

Fu Manchu - Daredevil
FU MANCHU!!!

High On Fire - The Art Of Self Defence
Fyrsta breiðskífa High On Fire og sú allra besta að okkar mati.

Isobel Campbell - Amorino
Fyrsta breiðskífa Isobel Campell sem gaf út tvær frábærar plötur í fyrri, “Ballad of the Broken Seas” sem hún gerði ásamt Mark Lanegan úr Queens of the Stoneage og Screaming Trees og “Milkwhite Sheets”. Hún var auðvitað söngkona í Belle & Sebastian, það vita allir.

J Mascis + Friends - Sing & Chant For Amma LP
Nýleg sólóskífa frá J Mascis og vinum. J Mascis hefur í gegnum tíðina gert garðinn frægan sem söngvari hljómsveitarinnar Dinosaur Jr. “Sing & Chant For Amma” er breiðskífa sem inniheldur lög sem samin eru af J Mascis fyrir Sri Mata Arritanandarrayi Devi, sem er indverskur mannréttindasinni og andlegurleiðtogi.

Öll lögin eru spiluð á accoustic hljóðfæri og eru jafn tilfinninga hlaðin og kraftmikil og flest lög sem J hefur samið með Dinosaur Jr.


Kode 9 + The Spaceape - Memories of the Future
Þau sem eru byrjuð að smjatta á og tyggja á Burial ættu að kynna sér Kode 9. Frábær dubstep-plata sem var að koma frá Hyperdub. Kode 9 fer ólíkar leiðir en Burial og tekur töluvert melódískari vínkil á dubstep-ið. Heyra má áhrif frá rússneskri marseringa-tónlist, Prince, A Guy Called Gerald og svo er dub-ið og hip-hop-ið ekki langt undan.


Mush Tour 2002 DVD
Loksins fáanleg eftir mikla bið. Þessi DVD-diskur tónleikaupptökur af mörgum af betri sveitum Mush Records hljómplötu-útgáfunnar og voru þau tekin upp á tónleikaferð þessara sveita frá árinu 2002. Flestar þessara sveita hafa sett viðmið og verið mikilvægar í bandarískri jaðar-hiphop-tónlist. Þetta er s.s. hljómsveitirnar cLOUDDEAD, Boom Bip & Doseone, Labtekwon, Reaching Quiet, Busdriver og Radioinactive.

Nebula - Apollo
Nýjasta breiðskífa eyðimerkurrokkarana í Nebula og slær hún fyrri skífum ekki slöku við.

Sleep - Dopesmoker
Goðsagnakennt stoner- og doomband sem einhverjir ættu að kannast við af Gummo soundtrakkinu. Þetta er hljómsveitin sem Matt Pike úr High On Fire skólaði sig í.

Wire - Scottish Play CD+DVD
Nýlegir tónleikar á DVD og geisladisk með hinni goðsagnakenndu og frábæru Wire frá Bretlandi. Wire hafa haft áhrif á ólíkar sveitir á borð við R.E.M., Sonic Youth, Pavement, Tapes N' Tapes, Shellac og ótal fleiri.


——————————
Smekkleysa Plötubúð
Klapparstíg 27
534-3730