TOOL  prog- rokk eða alt-metal Tool, prog-rokk eða alt-metal.. Það er spurningin sem ég hef rekist nokkrum sinnum á hérna á huga.
Hérna eru stuttar og góðar skilgreiningar á tónlistarstefnum tveimur áður en við höldum rökræðunum áfram.

Progressive rokk (prog rokk) er grein rokk tónlistar, sem rann upp á sjónarsviðið seint á sjöundaáratugnum og náði hátindi sínum á sjöttaáratugnum en er enn vinsæl í dag.
Prog rokk er oft líkt við symphonic rokk og art rokk, en hugtakið prog rokk er í dag notað til að lýsa víðari skala en hin tvö.
Prog-ið er oft blanda af jazzi, klassískri -, þjóðlagatónlist og svo kallaðari world musik (en það er tólist sem er í raun þjóðlagatónlist en er ekki bundin við eitt áhveðið svæði og ber í sér allt það heitasta sem gerist á hverjum tíma í senn) með rokk ívafi, og ber ekki með sér hin hefbundu byggingarform og hugmyndir sem eru oftast í rokki.
Skalinn sem nær um greinina er mjög breiður og erfit er að skilgreina hana og eru aðdáendur greinarinnar með mjög mismunandi smekk. Svo nokkur dæmi séu tekin af hlómsveitum og tónlistarmönnum sem passa í þennan geira eru : Jethro Tull, Yes, Genesis, Pink Floyd, Queen; Frank Zappa, King Crimson, Emerson, The Moody Blues, Phish, Electric Light Orchestra og The Flaming Lips.

Alternative metal ( alt-metal ) er rafrænnara form af rokki sem öðlaðist fylgi snemma á níundaáratugnim
Í mörgum tilfellum má líta á alternative metal sem blöndu af heavy metal og alternative rokks, það brýtur í bága við hefbundnar og viðurkendar tillögur af því hvað tónlist er, svo sem með óhefðbundnum textum, lengri spilunartímar og óalgengri tækni.
Alternitive metal ber andstæðu til hefðbundina leiða á heavy tólistar og hefur samsteypu af fjölbreytilegum áhrifum utan metal greinarinnar.
Dæmi um bönd og tólistarmenn sem falla í þessa grein eru : Led Zeppelin, Black Sabbath, Janes Addiction, Metallica ( þó er einnig hægt að setja þá í thrash metal), Soundgarden, og Rage Against The Machine.

Fyrir mér er ekki mikill munur á stefnunum nema alt-metal-ið er þygra, stefnurnar eru mjög svipaðar hvað varðar utanaðkomandi áhrif, nema að áhrifin eru meira skilgreind í prog-inu.
Hvað Tool varðar þá virðist þetta frekar vera klofið..
Textarnir eru óefðbundir og lítið af rími og stuðlum, einnig er mjög óvenjulegt orðbragð notað, svo að skilja út á hvað textarnir ganga þarf aðeins að pæla í þeim (stundum tvíræðar merkingar að ræða.) Þessi gerð texta fellur inní báðar stefnunar.
Hljómurinn í tónlistinni er frekar rafrænn og þungur og er oft notast við óhefðbundna hljóðgjafa sem fellur í alt-metal-ið , en þó er hluti laga þeirra ekki mjög þungur, og önnur lög eru aðeins að hluta til þung.
Raddbeiting söngvarans ber ótvíræð merki um áhrif frá þjóðlagatónlist (eða world musik) sem fellur í prog flokkin og sem alt-metal-ið.
Lengd lagana hjá þeim er í lengri kantinum sem falla í alt-metal-ið.
Tool hefur einstakan hljóm sem þekkja má auðveldlega, og er óhætt að segja að þeir fara ekki venjulegar leiðir í tónlist, sem fellur í báða flokkana, en eftir að hafa skðað málið svoldið er ég á þeirri skoðun að Tool sé tvímælalaust í alt-metal-inu með áhrif af progi.

Endilega komið með ykkar skoðanir og endilega rökstyðjið þær.
P.S hef það undir mjög óáreiðanlegum heimildum að Tool skilgreini sig sjálf sem Metal.

Heimildir eru teknar af
http://en.wikipedia.org/wiki/Tool_(band)
http://www.lyricsondemand.com/t/toollyrics/
Einnig vil ég þakka Guðný vinkonu fyrir hjálp við þýðingu.