Ég var ekki Quarashi Botnleðju eða Sinfoníuaðdáandi fyrir þessa tónleika en ég átti boðsmiða svo ég mætti.
Og þetta var ótrúlega skemmtilegt,bara töfrar.
Botnleðja og Sinfonían voru ekki alltaf að ná saman en það var bara einhvern veginn sætt.
Quarashi voru hinsvegar eins og sjötíu manna hljómsveit, í alvöru, það hljómaði ekki eins og að búið væri að hengja eitthvað drasl á þá heldur var þetta frekar eðlilegt alltsaman.
Og Smári Tarfur og Sölvi eru alvöru mofoar og ég er ekki verðugur að vera að æfa í sama húsnæði og þeir….
Hvað get ég sagt, meira að segja Sinfoníuhljómsveitin var góð.
Svei mér ef ég fer ekki bara á Björk og Sinfoníuna líka þó mér finnist Björk bara ókei…
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.