Tónlist frá ýmsum löndum Alright, ég ætla nú stuttlega að fjalla um tónlist frá öðrum löndum. Eða allavega þá tónlist sem að ég hef heyrt nú þegar en ég vil þó ekki vera fjalla mikið um eurovision.

Alltaf finnst mér svo gaman að heyra mismunandi tónlist, en eigi veit ég afhverju það er en er ég mikill áhugamaður um tónlist. Ég fékk víst einhverja rúmenska dellu hérna fyrr á árinu, og ég hef eitt að segja um þá tónlist; snilld og meiri snilld! Ég náði víst að læra að syngja fjölda laga á rúmensku. Já! Það er eitt af mínum afreksverkum í lífinu. Ég efast stórlega um að einhver hafi heyrt mikið um Mihai Traistariu en kannski ef að ég nefni eurovision lagið Tornero ættu fáeinir að kannast við hann. Ég var víst voða mikið að hlusta á hann og hann kom mér mjög skemmtilega á óvart. En eins og sumir myndu segja mætti halda að það væri búið að klippa ákveðið kynfæri af honum, hann kemst helvíti langt upp. En svo eru það Ozone, þekkir fyrir “mæja hí, mæja hú..” la la la. Akkúrat, en það er samt nokkuð fleiri lög góð með þeim, allavega þeir sem fíla teknó ættu alveg að geta hlustað á þá. Þeir eru kúl.

En nóg um rúmenska tónlist, nú er í miklu uppáhaldi hjá mér finnsk tónlist. Ég hef fundið lag sem að ég fæ ekki nóg af, mun það kallast “Tykkään Susta” með Jonnu Tervomaa. Hún var víst 10 ára þegar að hún söng þetta lag. En ég tek það fram að þetta er mjög gamalt lag. En bara til þess að fræða ykkur örlítið meira þýðir “Tykkään Susta”; Ég er hrifin af þér. Það er ekkert annað, en enda snilldar lag á ferð en ég verð að vara ykkur við því að þetta er mjög brainwashing lag, ekki hægt að hætta að hlusta á það. Búið að vera á repeat hjá mér í allan dag. Finnska hljómsveitin Apulanta er ekki sem verst, allavega það sem að ég hef heyrt. En allavega, ég heyrði lagið “Oops.. I did it again” Með Children Of Bodom og byrjar lagið með mjög sterku finnsku orði sem að ég á til með að nota nú, PERKELE! :D Þá rann það fyrir mér að hljómsveitin er finnsk. En ég er ekki mikið að hlusta á C.O.B. en þó eitthvað. Bara skýt inn í að perkele þýðir anskotinn, eða þess háttar blót og mér finnst meiriháttar gaman að heyra finna segja þetta. En finnska er afar sterk tungumál og mörgum finnst flókið og erfitt tungumál. Ég hef samt náð allavega að læra þó nokkuð margar setningar. Ég er með góðan kennara, you see. :D

Ég verð nú að skjóta inn í þar sem að ég er hálfur flippi, a.k.a. hálf Filipseysk þá er tónlistin sem kemur þaðan ekkert annað en snilld. Hlustaði á einhverja tvo miðaldra gaura að syngja, skildi voða lítið en maður gat þó hlegið að þessu. Þetta voru víst einhverjir brandara gaurar að syngja um land sitt. En það eru þó nokkur góð lög sem að ég hef heyrt á filipseysku. Eins og “Otso, otso” já, það var nú ansi vinsælt á sínum tíma. En filipseyjingar eru mikið fyrir það að dansa og var ákveðinn dans sem fylgdi þessu lagi. Btw, Otso= Átta. Ég hef komið til Filipseyja þegar að ég var mjög ung og ætti í raun og veru ekki að muna neitt úr þeirri ferð, en hvernig er hægt að gleyma því að hlaupa að polli og skoða skjaldbökur, eða þegar að ég vildi ekki drekka kókosmjólk og ég steig á skottið á einhverjum hundi og varð dauðhrædd við hann því að hann gelti framvegis alltaf á mig. En það eru víst til myndbönd hér heima sem að ég hef séð, mig langar aftur þangað og þá af einhverju viti skoða mig um.

Ok, ok, ég talaði um tónlist frá þrem löndum, en ég ætla ekki að fara að tala um Basshunter, það þekkja hann allir nú þegar. :D

Ég hef þetta ekki lengra í bili,

Linda.