Lög + hljómsveitir Lög + hljómsveitir sem ég er að hlusta á akkúrat núna.



Miss Murder – AFI
Búin að ofspila þetta lag síðan ég heyrði það fyrst. Elska það. Get ekki útskýrt afhverju þetta lag greip mig svona. Var í vinnunni um daginn, frá kl. 8-4, hlustaði á lagið alltaf þegar ég gat. Sem var í svona 3-4 klukkutíma af vinnudeginum. Er ekki ennþá búin að fá leið á því. Ég hef hlustað á AFI svona fram og tilbaka og þeir eru fjandi góðir.

The Adventure – Angels & Airwaves
Þetta er svona lag þar sem maður getur alveg fílað sig í botn með iPod-inn í eyranu. Stökkvandi útum allt en svo getur maður líka bara legið uppí rúmi, hlustað á lagið og verið að hugsa. Finnst þetta frábært lag. Ég man að um leið og þeir gáfu það út þá var ég fannst mér þetta var svona; Lala. En það breyttist fljótt.

I Bet That You Look Good On The Dancefloor – Arctic Monkeys
Bara að hlusta á lagið gefur mér svona ; Best að ég fari út og hoppi af mér skóna ; tilfinningu.
Takturinn í laginu er frábær. Ég keypti diskinn þeirra Whatever People Say I Am, That's What I'm Not. Get sagt að ég varð ekki vonsvikin. Frábær diskur.

Bat Country – Avenged Sevenfold
Keypti mér Kerrang! blað og það fylgdi diskur með. Þetta lag var á disknum og ég var aðeins einn dag að læra lagið þar sem ég ofspilaði það. Gítarinn er geðveikur. Væri alveg til í að læra þetta lag á gítar. Því miður hef ég ekki ennþá farið að hlusta á þá mikið, aðeins nokkur lög. En ég mæli með þeim.

(Don’t Fear) The Reaper – Blue Oyster Cult
Rakst á þetta lag fyrir tilviljun. Hafði alltaf átt þetta lag með HIM og einhverri gellu sem ég man ekki nafnið á akkúrat núna. En ég eyddi óvart laginu útaf tölvunni. Fann þetta lag svona 3 mánuðum seinna í geisladiska safni bróður míns og finnst ekkert smá þægilegt að hlusta á þetta lag þegar ég er að labba heim í hellirigningu og er bara að hugsa.

Bullet For My Valentine
Get ekki valið sérstakt lag að benda á með þeim þar sem mér finnst þau öll góð. Ég er ekki sú manneskja sem hlustar á mikið “öskurs-rokk” en einhvernvegin þá elska ég þessa hljómsveit. Það var svona mánuður þar sem ég hlustaði á ekkert nema BFMV svo kom lagið þeirra ; All These Things I Hate ; og þá minnkaði þetta aðeins, fannst of mikið að sjá þá líka í sjónvarpinu. XD

Screaming Infidelities - Dashboard Confessional
Finnst þeir svolítið svona ; Íííííííííík ; en samt hlusta ég frekar mikið á þá. Komu í Jay Leno um daginn og þá fór ég aðeins að grafa þá aftur upp. Alltaf gaman af þeim. Hlusta oft á þá þegar ég er ein heima að slaka á, eða bara að læra. Finnst sum lögin vera frekar róandi.

The Sound Of Settling – Death Cab For Cutie
Fyrir þá sem hafa lesið þetta alveg í gegn þá minntist ég þess að ég er ekki svona “öskur-rokk” aðdáandi. Og alveg heillangan tíma þá hugsaði ég ekkert um þessa hljómsveit því mér fannst nafnið ; Death Cab For Cutie ; eitthvað svo “öskurs-rokk”-legt. Sé eftir því. Frábær hljómsveit. Ba Ba.

Just Stop – Disturbed
Úff, bandarískur vinur minn er Disturbed aðdáandi númer 1. Var alltaf að segja mér að hlusta á þessa hljómsveit. Ég einhvernvegin bara gerði það aldrei. Hann var alltaf að hlusta á hana, hætti ekki, hlustar enn á hana 24/7. Svo einn daginn þá sendi hann mér bara lagið Just Stop í gegnum MSN. Fílaði það í botn.

Better Together – Jack Johnson
Dái textann í þessu lagi. Dái röddina hans. Dái gítarinn. Þetta lag er himnaríki. Bróðir minn var alltaf að hlusta á þetta, ég var að hooked þegar ég heyrði það fyrst hjá honum. Ég ákvað að vera alveg rosalega góð og gaf honum diskinn. Veit alveg fyrir víst að ég á eftir að stela honum. Hef reyndar ekkert verið að gá að öðrum lögum með honum. Enda er þetta lag svo gott að ég þarf ekkert annað. :P

Dear Jamie… Sincerely Me – Hellogoodbye
Úff, væri alveg til í að einhver strákur semdi svona lag um mig. Þetta lag er um strák sem er að reyna að tjá tilfinningar sínar til stelpu. Hann veit ekki alveg hvernig hann á að gera það. Finnst þetta frábært. Textabrot:
“Dear Jamie this envelope will represent my heart
I'll seal it, send it off and wish it luck with its depart.
This stamp will be every action that carry my affection
Across the air and land and sea
Should I trust the postage due?
To deliver my heart to you?”

Welcome To The Black Parade – My Chemical Romance
Þegar ég sá þetta lag fyrst á WMA þá hugsaði ég bara: Jáh, æði, næsta lag! En ég ákvað samt sem áður að fá mér þetta lag. Og hlustaði á það nokkrum sinnum og fannst það alltaf betra með hverri spilun. My Chemical Romance hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og get ekki beðið eftir að fá nýju plötuna. Hef hlustað á lögin á síðunni þeirra og finnst þau öll þess verði að eyða 2000 kalli í.

What’s this? – Fall Out Boy
Lagið er úr Nightmare Before Christmas myndinni og var gert fyrir sérstakan disk sem kom út vegna þess að myndin er komin aftur í kvikmyndahús í 3D. Æjji, svolítið jólalag en myndin er frábær og ég hef verið að bíða eftir að lögin koma út í svona útgáfum. Atriðið er þegar Jack fer inní jólabæinn fyrst. Oft þegar hljómsveitir taka svona lög þá eyðileggja þau lagið en ekki í þessu tilfelli, amk. samkvæmt mér.

This is Halloween – Panic! At The Disco
Annað lag úr Nightmare Before Christmas. Þeir gerðu þetta alveg frábærlega. Söngvari P!ATD er akkúrat með röddina fyrir þetta lag. Marilyn Manson tók lagið í Jay Leno um daginn á hrekkjavöku deginum. P!ATD gerðu lagið miiiiklu betur. Ég er mikið fyrir lög úr svona bíómyndum. Ég á líka Kidnap The Sandy Claws með She Wants Revenge, ef einhver veit um fleiri svona cover, endilega segja mér.

Island In The Sun – Weezer
Ah, minnir mig á jólin sem ég eyddi eitt sinn í sumarbústað á Akureyri. Með pínkulítið jólatré sem mamma bjó til og Island In The Sun í botni yfir Game Boy. Ekki beint jólalegt lag. Það var fyrir svolítið löngu. En alltaf gaman að hlusta á gömul lög. Þetta lag er eitt af þeim fáu sem ég fíla með Weezer, þar sem ég er ekkert mikið að fíla þá. Ég t.d. hataði Beverly Hills lagið með þeim. :/

Already Dead – Silverstein
Vinur minn sendi mér þetta lag. Sagði mér að dæma það ekki eftir öskrinu eins og margar stelpur nú til dags gera. Hlusta á Justin Timberlake í botni, oh svo karlmannsleg rödd segja þær, þó svo að ég fíli nú sum lög JT þá finnst mér eins og hann sé ekki en kominn úr mútum, greyið. Þær ættu að hlusta á Silverstein og sjá hvernig alvöru rödd er, eða samkvæmt mér. Mér finnst þetta lag minna mig á svo mörg önnur lög sem ég hef hlustað á en samt stendur þetta lag einhvernvegin uppi af öllum þeim sem ég hef heyrt.

Boxman – Smosh
Oh my god, ekki láta þetta lag + myndband fara framhjá ykkur. Leitið af því á youtube. Váá, hvað ég dái Smosh. Alveg ótrúlega fyndin myndbönd. Ekki bestu söngvarar, en samt gott lag haha.
Brot úr textanum;
“So let me tell you how this all came to be
I'm doin' this here rap for your safety
so all you kids don't mess up like me
and be disowned by your family

so check it, this is how it all began
I was chillin', eatin' some raisin bran
I decided it was time to get a tan
so I grabbed my scissors and then I ran

I forgot my house was two stories tall
I missed the first step and began to fall
What happened next I could not recall
I was impaled by the scissors and thats not all

I thought I could get some help on the street
I got run over by a fucking Jeep
the rest of this mess I will not repeat
to help keep your lunch, I've been discrete”



Gæti gert meira en ætli þið mynduð ekki sofna yfir því. :] Ég er víst með frekar breiðan tónlistarsmekk. Þó svo að það komi ekki endilega fram hér.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33