Þriðjudaginn 9.október á Gauk á Stöng!

UM ER að ræða síðbúna tónleika þar sem Kobbi leikur efni af
plötu sinni sem út kom á árinu og heitir Made In Reykjavik.

Þetta verða vafalaust frábærir tónleikar og eitt það
merkilegasta við þetta allt saman er sú staðreynd að Jakob
hefur ekki haldið sólótónleika í fjöldamörg ár, þannig að þetta
er mikill viðburður. Jakob hefur verið með okkar helstu
drifkröftum í að kynna íslenska tónlist erlendis, og frægt er nú
orðið þegar hann varð Menningarsendi-herra Íslands í
London. Stóð hann þá fyrir hinum ýmsu uppákomum þar, og
má m.a. nefna tónleika á bát í Thames á, þar sem
hljómsveitin Bubbleflies lék.
Plata Jakobs, Made In Reykjavik er hinn ágætasti gripur en
hann fékk hjálp frá hinum ýmsu tónlistarmönnum sem unnið
hafa með hljómsveitum á borð við Massive Attack og Pink
Floyd.
Í samfloti við tónleikana mun Jakob endurútgefa plötu sína
frá níunda áratug-num, Special Treatment, sem hefur ekki
verið fáanleg í fjöldamörg ár. Þetta verða semsagt
stórtónleikar og skora ég bara á alla að mæta og fá sér einn
léttan eða svo. Það kostar 500 inn og með fylgir bjór… að
sjálfsögðu á Gauknum 9.okt. kl. 21:00.