Fyrsta breiðskífa Kuai 13.10.2001
Laugardaginn þann 13. október, kemur út samnefnd breiðskífa Kuai. Þetta er jafnframt fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar og er hún gefin út af hljómsveitinni sjálfri en dreifing er í höndum Hljómalindar Rekords.
Hljómsveitina skipa Baldur Ingvar Sigurðsson á trommur, Egill Antonsson á bassa, Guðmundur Steinn Gunnarsson á gítar og Sigurður Þór Rögnvaldsson á gítar. Upptökur og hljóðblöndun voru í höndum hljómsveitarinnar sjálfrar ásamt Elmari Þór Gilberssyni.
Mikil spilamennska er framundan hjá hljómsveitinni og má þá nefna upphitun fyrir Trans Am á Gauki á Stöng 11. október, tónleika á Airwavestónlistarhátíðinni í Þjóðleikhúskjallaranum 19. október og tónleika á vegum Unglistar í Tjarnarbíó 27. október.


www.kuai.is
kuai@kuai.is