Roskilde - Sunnudagurinn Ég kom að tónleikasvæðinu um hádegi, orðinn mjög sveittur eftir ágætlega langa keyrslu í steikjandi sól og hita. Ég og systir mín hringdum hringdum í frænku mína sem var á svæðinu og báðum hana að koma og hitta okkur fyrir utan. Eftir stutta stund kom hún til okkar og fór með okkur að afgreiðslunni þar sem við keyptum tvo barnamiða (kostaði helmingi minna og við vorum ekki einu sinni beðin um að sýna skilríki). Það sem að mér fannst einkennandi var að áður en ég fór inn á sjálft svæðið var þessi frekar ógeðslega lykt sem að var alltstaðar. Þetta var svona ágæt blanda af áfengi, þvagi og öðru frábæru. Þetta skánaði þó ekki þegar maður kom inná sjálft svæðið, fólk var mígandi allstaðar og ekki feymið við að sýna smá hold, ekkert nema gott um það að segja.

Ég byrjaði á því að skoða þenna ágæta Roskilde bækling sem að ég fékk í miðasölunni. Í honum var allt sem að maður þurfti að vita um þessa merku tónlistarhátið. Maður hafði líka heyrt að allar bestu hljómsveitirnar kæmi á sunnudeginum en auðvitað sá maður á eftir Guns N’ Roses (sem að voru reyndar ekki góðir, segja allir), Sigur Rós, Trivium, Morrissey, Bob Dylan, Scissor Sisters, Opeth, Deftones, Primal Scream, Tool og HIM. En svona er að þurfa að fara með fjölskyldunni til Þýskalands…


Eftir að hafa skoðað sig um um nokkra stund og rýnt í bæklingin góða var stefnan sett á Arena tjaldið. Þar átti Evergrey að stíga á stokk klukkan 13:30. Ég var mættur með þangað með systur minni og hálfbróður frænku minnar (sem er ekki skildur mér) á góðum tíma og var á mjög góðum stað ef að margir myndu koma að horfa á sænsku meistarana. Það gerðist þó ekki, mjög fáir voru þarna en kannski var það tímasetningin, ég veit ekki. Þetta voru þó stórkostlegir tónleikar, gaman að sjá eina af mínum uppáhalds hljósveitum á sviði og ég fékk þvílíkan hroll þegar I’m Sorry og A touch of blessing voru tekin.


Eftir frábæra tónleika með Evergrey var farið og fengin sér pizza og eplasafi. Þar var ákveðið að fara næst á Arctic Monkeys, aftur á Arena. Þegar við komum að Arena sáum við að við hefðum kannski átt að leggja aðeins fyrr af stað. Arena tjaldið var troðfullt og fjöldinn fyrir utan það var örugglega sá sami og inni. Við náðum þó að troða okkur að næstum inn í tjaldið og þar sá ég íslenska fánan í fyrsta skiptið þann dag, en ekki í síðasta skiptið. Við nenntum ekki að vera þarna lengi vegna hita og þrengsla, hefði samt verið gaman að vera nær sviðinu, tónlist Arctic Monkeys var mjög fjörug og skemmtileg, verð ég að viðurkenna. Ég fór og kíkti aðeins á Wolfmother á Odeon en fór eiginlega strax á Orange, stærsta sviðið, sem jafnframt er hið stærsta. Þar kældum við okkur niður og biðum eftir The Strokes, á meðan við hlustuðum á mjög sérstaka en skemmtilega reggea-tónlist.


The Strokes létu bíða aðeins eftir sér en þegar þeir komu var allt orðið fullt af fólki, enda stórt nafn í tónlistarheiminum. Þeir tóku nokkra slagara eins og t.d. Reptilia, Last Night og Hard to explain, sem var gaman að sjá. Á þessum tónleikum var mikið stuð og meðlimir Strokes mjög hressir. Þegar þeir luku sér af var fengið sér pínu að borða og ég fór þar sem allar verslanirnar voru. Þar var alsskonar tónlistarvarningur, bolir, fánar og svoleiðis. Líka voru leðurarmbönd og stígvél og fleira í boði, skemmtilegast fannst mér samt að næstum allar búðirnar seldu skotapils. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki keypt mér eitt. Eftir að hafa verið þar í einhverja stund var síðan skundað í röðina fyrir Roger Waters, enda ekki á hverjum degi sem manni býðst tækifæri til þess að sjá bæði meistara Waters og Nick Mason performa.


Við þurftum þó að fórna því að sjá alla Franz Ferdinand en ég sá þá þó eiginlega alla, samt aðallega frá hlið og á risaskjáunum tvem sem standa báðum megin við sviðið. Eftir að hafa staðið í örugglega tvo tíma lauk Franz Ferdinand sér af og Roger Waters og félagar fóru að koma sér fyrir. Þá var farið að dimma og þegar loks maður komst inn, var orðið dimmt. Ég, systir mín og frænka hefðum ekki getað endað á betri stað, við fórum á aftari helmingin en alveg við girðinguna og vorum með perfect útsýni að miðju sviðinu. Nú komst ég líka loksins á klósett eftir að hafa haldið í mér í 3-4 tíma og eyðilaggt þvagblöðruna. Ég ætla ekki að lýsa tónleikunum eitthvað sérstaklega, en þetta voru örugglega með því stórkostlegasta sem að ég hef gert og séð á ævinni. Það var ljóst að það að standa í 2 klst. án þess að getað sest niður, í steikjandi sól og umkringdur mans á hverja hlið var þess virði. Roger Waters var með fjölda frábærra tónlistarmanna sér við hlið og þvílík ljósasjóv voru allan tíman.


Eftir þessa seinustu tónleika kvöldsins fór ég út á “lestarstöð” til þess að kaupa miða til Köben, það um klst. að komast þangað því ég þurfti að fara með frænku minni að ná í dótið hennar sem var akkúrat í hinum enda svæðisins. Þegar við komum á “lestarstöðina” var ég orðinn svolítið þreyttur eftir daginn og blasti við okkur þvílíkt löng röð fyrir þá sem höfðu ekki þegar keypt sér miða. Það leið örugglega önnur klukkustund þar til við stigum upp í lestina og gátum sest niður og reynt að sofna aðeins eftir brjálaðan dag…….