Úhh, nú langar mig að vera eins og allir aðrir og nefna lögin sem væru á mínum 10 laga disk. Hann yrði trúlega meira í rólegri kantinum heldur en eitthvað annað, en kannski leynist eitt og eitt rokkað lag þarna:)

1. In My World - Muse

Ég á allar plöturnar með Muse og finnst mér þetta alveg langbesta lagið. Þetta er stutt en virkilega rokkað og skemmtilegt. Er á plötunni Hullabaloo, hlið 2 minnir mig.

2. Kiss From A Rose - Seal

Ég held að þetta sé eitt af mínum uppáhaldslögum vegna þess að það koma upp svo margar tilfinningar þegar ég hlusta á þetta lag.

3. Feur Frei - Rammstein

Besta lagið þeirra. Kraftmikið og gott til þess að algjörlega missa sig:)

4. 50 Ways To Leave Your Lover - Paul Simon

Hehe, eitt af mínum uppáhaldslögum af því að það er krúttilega sungið um annars er ekkert svo skemmtilegt málefni:) Gaman að syngja með því og gaman að hlusta á Paul.

5. La Complainte De La Butte - Ewan McGregor

Voðalega fallegt lag þó að ég viti ekkert hvað er verið að syngja um, en ég get samt alveg giskað á það þar sem að þetta er í Moulin Rouge. Afskaplega fallegt og rólegt lag á frönsku.

6. Hallelujah - Í flutningi Jeff Buckley

Get ekki lýst þessu. Held að allir skilji mig sem hafa hlustað á þetta í flutningi hans.

7. Isn't She Lovely - Stevie Wonders

Ákaflega krúttilegt og hrífandi lag. Grípur mig alveg strax því það er svo glaðlegt og textinn svo sætur!:)

8. Garún - Götusmiðirnir

Flott gamalt lag um Garúni í þjóðsögunni Djákninn á Myrká. Mjög flott hvernig þeir rokka það og gera það skemmtilegt. Það var alveg ágætt með Magnúsi Eiríkssyni en þetta slær öllu út! Þeir sem ekki hafa kynnt sér Götusmiðina skulu gera það ekki seinna en núna!

9. Death Is Not The End - Nick Cave, ásamt mörgum öðrum

Virkilega fallegt og rólegt lag. Bjartsýnt en á sama tíma mjög sorglegt og það sem gerir það svo skemmtilegt er að það eru margir að syngja og alltaf mismunandi raddir.

10. You & I - Jeff Buckley

Jeff var meistarinn og ég hefði haft hann hérna bara ef að ég væri að gera algjörlega mín uppáhaldslög. Hann var frábær texta- og lagasmiður! Svo innileg og ljóðræn lögin hans!

Þetta er svona það sem ég hef hlustað mest á í gegnum tíðina. Endilega segið hvað ykkur finnst og skítköst eru alveg jafnvelkomin og önnur köst;)