Mig langaði svoldið að gera svona eins og ógeðslega margir eru að gera svo ég bara sló til. Hérna eru svona mikið hlustuð lög hjá mér. Þetta er ekkert í neinni sérstakri röð og það eru alveg nokkur sem ég hlusta minna á en eitthver sem ég set ekki hérna. En allavega.. Hérna er listinn minn:

Lonelily - Damien Rice:
Frábært lag! Ótrúlega fallegt. Er ekki alveg viss um hvað það er. Allavega eithvað um að kærastan hans hélt framhjá honum held ég. Þeta er rólegt lag en samt frekar grípandi. Ég fór til útlanda í sumar og bjó til bland disk til að hafa í bílnum því við vorum að fara að keyra svo mikið. Þetta lag varð mest spilað og komst í uppáhald hjá öllum í ferðinni sem höfðu ekki heyrt það áður. Damien Rice er náttúrulega bara snillingur!

First day of my life - Bright Eyes:
Þetta lag á alltaf eftir að eiga stað í hjartanu mínu. Fyrrverandi kærastinn minn sendi mér þetta lag þegar við vorum að kynnast og þannig kynnti hann Bright eyes fyrir mér, sem varð síðan uppáhalds hljómsveitin mín. Þetta er virkilega fallegt ástarlag. Eitt besta lag Bright eyes.

Soon after Christmas - Stina Nordenstam:
Vá ég get mjög lítið sagt um þetta lag. Þetta er bara yndislegasta lag í heimi! Kúrulag. Endalaust fallegt. Mér finnst að allir ættu að downloada því sko.

Ode to my family - The Cranberries:
Mega skemmtilegt lag. Það er svo ótrúlega grípandi, ég held samt að mér finnist það bara því þegar ég var lítil þá hlustaði mamma mín svo mikið á þetta að ég kunni það utanaf þegar ég hlustaði á það í að ég hélt fyrsta skiptið. Ótrúlega fyndin tilfinning að halda að maður hafi aldrei heyrt lag og svo bara getað sungið með því öllu. Eina lagið sem mig langaði að læra á gítar þegar ég fór að æfa á gítar tíhí. Þetta er fysta lagið á “No need to argue” disknum, sem er uppáhalds diskurinn minn í öllum heiminum, hefði viljað setja öll lögin af þessum diski hérna:)

The moment I said it - Imogen Heap:
Imogen Heap er algjörlega í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég hlusta lang mest á hana af öllum artistunum sem ég er með inná iPodnum. Ég valdi þetta lag hingað útaf þetta lag lýsir svo mikið tilfinningum mínum og það sem er að gerast í lífi mínu þessa dagana. Finnst eins og þetta sé bara samið af mér um síðustu daga. Þetta er mjög rólegt lag, og gott að grenja yfir því þegar maður er í ástarsorg tíhí^^

Wind - Naruto soundtrack:
Geðveikt lag! Kom alltaf í endan á fyrstu Naruto þáttunum. Ég týmdi aldrei að slökkva á þættinum og kveikja á nýjum þegar ég var að horfa á naruto, ég vildi alltaf klára lagið því það er svo ótrúlega gott. Gjörsamlega dýrka þetta lag.

Little trip to heaven - Tom Waits:
Ég upplifið það sama og ég upplifði með Ode to my family þegar að Mugison tók þetta lag. Ég skildi ekki að ég kynni textan því ég hafði aldrei heyrt þetta lag. Svo komst ég að því að Tom Waits ætti þetta lag og mamma mín á 18 diska með honum eða
eitthvað. Allavega, þegar ég heyrði lagið með Mugison, þá fór ég að gramsa í geisladiskunum hennar mömmu og fann “Closing time”, sem er að mínu mati besti diskurinn með Tom Waits. Þetta er náttúrulega bara ótrúlega fallegt lag. Ég fýlaða.

I hope that I don't fall in love with you - Tom waits:
Þetta lag er af “Closing Time” líka. Mér finnst þetta geðveikt lag. Ég hlustaði mikið á þetta þegar ég var að kynnast kærastanum mínum, því ég vissi að það myndi bara boða vont ef ég félli fyrir honum heh:) Þetta lag er allavega mikið
hlustað hjá mér. Á tímabili þá þurfti ég alltaf að hlusta á Soon after Christmas og þetta í röð a.m.k. einu sinni á dag:p

Starlight - Muse:
Ég er bara nýbúin að uppgötva þetta lag. Þetta er af nýja Muse disknum. Ég get nú í rauninni voða lítið sagt um þetta lag því ég er svo nýbúin að uppgötva það. Ég hlusta samt yfirleitt á það áður en ég fer að sofa á kvöldin haha. Mér finnst þetta besta lagið á disknum.

Sink, Florida, Sink - Against Me!:
WooooWohohohohoooo! Ógeðslega gott lag! Ég dýrka það sko. Besta vinkona mín kynnti Against Me! fyrir mér. Þeir eru mega góðir sko. Mér finnst þetta lag líka bara geðveikt! Gott að hlusta á það í strædó sko:) Ég hef allavega gert slatta af því.



Þetta eru allt mega góð lög og ég mæli með því sko að þið tékkið á þeim:)

Takk fyrir mig^^