Minn playlisti er nú þekktu fyrir það að vera alltaf að breytast og er það bara fínt, en hérna kemur hann…

This Calling - All that remains er svona efst á lista í augnarblikinu hjá mér, finnst þetta æðislegt lag og geðvekt hljómsveit og magnað lag.

Disarm - National Product upprunalega er þetta lag með Smashing Pumpkins og er það margfalt betra með þeim meisturum, en ég er búinn að hlusa svo mikið á þá útgáfu að þessi er í meira uppáhaldi núna.

Cryin' - Aerosmith búinn að dýrka þetta lag síðan ég heyrði það fyrst og er enn að hlusta á það, þónokkrum árum eftir það. Segir það ekki bara allt .

Abbatoir de mort - Concrete þessir metaltappar frá reyðarfirði eru svo sannarlega með það og er þetta lag alveg rosalegt mæli með að hlusta á það á myspaceinu, á concrete1 held ég. en frábært metallag sem er frábærlega vel spilað og allt.

Circles - Elysium þessir strákar eru frá Egilsstöðum og hættu fyrir svona ári síðan en núna eru þeir byrjaðir að æfa aftur með nýjum bassaleikara og þeir eru þéttari sem aldrei fyrr, íslenskt metalcore einhvenvegin. en frábært.

Death in fire - Amon Amarth þetta lag er náttúrulega bara svo æðislegt :) elska trommurnar í þessu lagi og elska náttúruega Johan Hegg :D hann er snilld…en þetta lag er geðveiki.

Happy? - Mudvayne hlustaði aðeins á þessa gaura fyrir svona ári síðan en hætti því fljótlega, gróf samt þetta lag upp í tölvunni minni núna nýlega og gjörsamlega dýrka það.

Her portait in black - Atrey þetta er SNILLD svona hálfgert mallcore en samt svo ekki. frábær melódía í viðlaginu og bara svo nett.

The Illusionist - Scar Symmetry þetta lag er bara mjög gott. rosalega hardcore öskur en síðan þessi svo netti söngur inná milli, minnir soltið á soilwork þessi hljómsveit. samt alveg frábær.

Through Glass - Stone Sour ég get ekkert að því gert að ég elska þessa hljómsveit og rólegu lögin þeirra eru alveg með það sko. mér finnst þetta alveg rosalega grípandi og flott lag. mæli með því.

When All Light Dies - Trivium hvað get ég annað sagt en týpískt Trivium lag sem er alls ekkert svo slæmt. nema maður fíli þá bara ekki. en endirinn á þessu lagi er svo mikill killer ! ef þið fýlið ekki Trivium, hlustið samt á síðustu mínútuna af þessu lagi, mér finnst hún suddalega grípandi.

Wherever thorns may grow - Soilwork þetta er náttúrulega yndisleg hljómsveit og ég er alveg að dýrka þetta, eiga ekkert leiðinlegt lag sem ég hef heyrt og þetta lag stendur ekkert sérstaklega uppúr þó það sé óneytanlega snilld :)

Þá er þetta upptalið og endilega látið vita hvað ykkur finnst. Þessi playlisti er rosalega mikið í allar áttir sem kannski sýnir að ég er ekki alveg búinn að finna endilega minn stýl í tónlistinni. en endilega láta mig vita ef þið getið kannski bent mér á eitthvað gott stuff :)