Ég ætla hérna að segja ykkur frá mínum playlist, allavega þeim sem er í uppáhaldi hjá mér núna. Ég er þannig manneskja að ég finn mér einhver lög og hlusta á þau í mánuð eða 2 og finn mér svo einhver ný. Hérna eru þau sem ég er að hlusta á núna.

Supermassive Black Hole - Muse
Heyrði þetta lag hjá vini mínum, fíla það í tætlur.

I Just Wanna Live - Good Charlotte
Þessir eru nú frekar fake rokkarar en lögin þeirra eru frekar “catchy”.

Hold On - Good Charlotte
Finnst þetta lag alveg hreint frábært, ekta þunglyndislag haha. :D

Lifestyles of the Rich and the Famous - Good Charlotte
Fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim, alltaf fundist það skemmtilegt.

Barfly - Jeff Who
Snilldar lag, þarf ég að segja meir?

Wonderwall - Oasis
Alltaf fundist Oasis skemmtilegir og þetta er flott lag.

Champagne Supernova - Oasis
Annað lag með þeim sem mér finnst nú alls ekki slæmt.

Lyla - Oasis
Heyrði þetta lag um daginn og fékk það alveg á heilann. :P

You Only Live Once - The Strokes
Í nýlegri kanntinum með The Strokes, hið fínasta lag.

The Dolphins Cry
Var búinn að steingleyma þessu lagi áður en ég sá Magna taka þetta í Rockstar. Náði að grafa það upp og það er búinn að hlusta á það 1000x og fæ aldrei leið á því. :D

Hérna koma svo nokkur lög með Foo Fighers.

The One
Var gert fyrir myndina Orange County sem skartaði meistaranum Jack Black og Colin Hanks. Uppáhalds lagið mitt með þeim.

Best of you
Annað snilldar lag með Foo Fighters.

Overdrive
Hvað get ég sagt? Hrein snilld.

Times Like These
Enn og aftur mjög gott lag með þeim.

Low
Elska þetta lag, tær snilld. :P

All My Life
Svo má ekki gleyma þessu.

Sugar We're Going Down - Fall Out Boy
Þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim og bara hætti ekki að hlusta á það.

Want You Bad - The Offspring
Snilldar lag með þeim.

Hit That - The Offspring
Eitt uppáhalds lagið mitt um þessar mundir, ekkert smá svona “stuðlag” ef þið fattið hvað ég á við.

(Can't Get My) Head Around You - The Offsping
Annað svona stuðlag með þeim.

Pretty fly for a Timmy - Timmy with the Offspring
Algjör snilld, Timmy úr South Park þáttunum gerir lagið ennþá eftirminnilegra.

Vissi ekki mikið hvað ég átti að skrifa undir þessi lög. But hey, who cares. :D