Playlistinn minn Jebb enn ein greinin, en mig langar bara að deila með ykkur þessum tónverkum.

Ég er nokkurn veginn alæta á tónlist en hallast þó meira að metal, út af orkunni, margir valta bara yfir metalinn útaf því að þeir halda að það sé engin melódía en tékkið á þessum metal lögum sem birtast hér (eru ekki öll metall). Ég er þó ekki 100% metal haus ég hlusta bara á það sem huganum finnst gott á bragðið.

1. Sabbath bloody sabbath - Black sabbath
Alveg frábært lag, flott að heyra hvernig söngurinn blandast gítarnum (you know you had to learn). Hef ekki hlustað mikið á sabbath , meira á ozzy, útaf Zakk wylde og Randy rhoads en þetta toppar allt sem ég hef heyrt með bæði sabbath og ozzy, inni heldur meiraðsegja smá svona jazzy viðlagi.

2. Zombie inc. - In flames
Ekki þeirra frægasta lag en geggjað flott, miðju kaflinn mjög flottur, einn sá skemmtilegasti sóló sem ég hef spilað, ekkert shred bara melódía, flott hjá uppáhalds svíametalistunum mínum. Flottur söngur hjá anders.

3. Come clarity - In flames
Annað in flames lag, já þeir eru góðir. Þeir hafa fengið mikla gagnríni á undanförnum árum fyrir að hafa “sell out”að, en ég segji nú bara að svo lengi sem lögin eru svona góð er ekkert band sell out. Byrjar með kassagítar og mjög tilfinningarþrungnum söng og fer svo útí flott viðlag, brúinn er mjög flott og soundið sem þeir ná í sólóinum er alveg geggjað, já svona eru in flames, alveg pottþéttir, klikkar ekki á þeim.

4. Barfly - Jeff who
já, það má ekki sleppa þessum smelli. Þetta lag er í mínum augum besta íslenska framlagið í popprokki í dag, alveg frábært, plús ég pikkaði það upp:). Ég býst við að allir þekki þetta lag en ef þú veist ekki hvað ég er að tala um, skelltu þér niður í skífuna og keyptu þér nýja diskinn þeirra.

5. Tornado of souls - Megadeth
Þetta lag sýndi Ragnar Sólberg, fyrrum gítarkennarinn minn mér. Geðveikt lag eins og öll hin, en by far með besta sólónum, vááááááááá! Metallica hvað, þeir eru pelabörn við hliðina á mustaine og marty, laga og texta smíði mustaine er frábær og marty toppar þetta með svo flottum og frumlegum sóló að það fer hrollur um mann.

6. Dosed - Red hot chilli peppers
Ég keypti mér by the way á sínum tíma og sé ekki eftir þeirri fjárfestingu´. Ég er ekki mikið fyrir funkið í rhcp en finnst þeir mjög góðir í svona venjulegum rokk/popp lögum. Þetta lag er með mjög flottum teksta og flottu viðlagi, finnst samt versið bara mediocre.

7. This is the place - Red hot chilli peppers
Annað lag af By the way, flott lag en miðjan er geðveik!! Enn eitt meistaraverkið frá rhcp, þótt það skeri sig ekki mikið út frá fjöldanum.

8. Sold my soul - Zakk wylde
Zakk wylde er gítaristi ozzy osbournes og söngvari/gítaristi í Black Label Society og er alltof vanmetinn í tónlist, ekki það að hann sé lítið metinn, maðurinn er bara tónlistarsnillingur. Byrjunin á laginu svipar til welcome home/sanatarium en þetta verður margfalt betra, magnað lag, ein besta tekstasmíði sem ég hef heyrt.

9. Rose of sharyn - Killswitch engage
Þessir gaurar eru alveg svakalegir, gítar riffurnar major kúl og flottur hljómur í gítörunum, síðan kemur aðal kaflinn í laginu og maður lifnar við aftur, flott!!!!

10. Silent night, bodom night - Children of bodom
Þessir eldhressu finnar eru hljómsveit sem allir ættu að þekkja, margir líta fram hjá þeim sem cover band sem er að ströggla við að meika það en hlustiði á lög eins og black widow, angels dont kill, follow the reaper, chokehold og þetta, flott hvernig þeir spinna saman gítar og hljómborð, BTW, þessir gaurar eru bara alltof færir á hljóðfærin sín, flott lag hér á ferð.

11. Ó maría - Hófí og gréta mjöll
Já ég er væminn líka. Mögnuð útsetning, passar mikið betur við tekstann, flott hvernig þær radda þetta, bróðir vinkonu minnar spilar á píanóið, verð nú bara að segja að honum tókst vel til, brotnu hljómarnir mjög flottir.

Tjekkiði á þessum lögum!