Jæja ég hef lengi ætlað að gera annan svona lista eða hvað það þið kallið það. Það hafa komið nokkrir hingað uppá síðkastið enn nei nú finnst þeir ekki hafa nógu mikið innihald á köflum þannig ég ætla að reyna gera betur ef ég má orða það þannig.

1. Smashing Pumpkins – Disarms
Þetta fallega kassagítar lag út á annarri plötu Smashing Pumpkins sem var skýrð Siamese Dream sem mér finnst hreint mögnuð enda ein af mínum uppáhalds plötum eftir að ég uppgvötaði þá hérna á huga.

2. Damien Rice - Amie
Hinn magnaði Damien Rice gaf út sýna fyrstu plötu O árið 2003 og fékk hún frábæra dóma. Hann þekkasta lag er líklegast The Blower's Daughter sem kom út árið 2001.
Enn þetta lag er eitt af mínum uppáhalds á þessi plötu, svo einlægt og fallegt.

3. The Rolling Stones – Sway
Ég fór sunnudaginn 20. ágúst á Rolling Stones í twickenham. Það tóku þeir þetta lag.
Vá það var gaman, ég meina hvernig geta menn sem eru flestir komir yfir sexdukt verið svona hressir. Mick Jagger á fullu á sviðinu, ný búinn að vera með barkarbólgu og ekki nó með heldur er hann orðinn 63.

PS. Charlie trommuleikarin á víst að vera með einhvern bannvænan sjúkdóm sagði faðir minn mér.


4.The Pipettes - Pull Shapes
Markaðsband frá Brighton eins og Nylon.
Allt eiga þetta að vera stelpur skilst mér enn þær eru mun betri enn þetta Nylon sull.
Platan þeirra við erum Pipettes eða We Are The Pipettes hefur slegið í geng.

5. Death Cab For Cutie - We Looked Like Giants
Ben Gibbard og co eru rosalegir. Þeir hafa samið hvert snilldarlagið af fætur öðrum.
Ég men eftir því þegar ég hlustað fyrst á þá eins og í gær. Ég setti plötuna Photo Album á fóninn og ég fékk þunglyndiskast. Seinna setti ég þá aftur seinna á fóninn og ég var bara orðlaus.
Ef snúum okkur aftur af laginu var það gefið út árið 2003 og var á meistaraverkinu Transatlanticism

6 Fræ – Húsið
Palli, siggi, heimir og silla hafa komið með nýja vídd í íslensku hip-hopi.
Enn þetta lag húsið er eitt af betri lögum fræ. Lög eins og freðinn fáviti, ekki hlaupa draugunum inn og dramatísk rómantík hafa ekkert svar í þetta lag að mínu mati.
Áfram fræ og vonandi fær maður að sjá meira af þeim í framtíðinni.

7. Mammút – Þorkell
Ég þoldi ekki mammút þegar þau voru að koma fram á sjónarsviðið eftir sigur þeirra í Mússó 2004. Nú dag er ég alveg dolfallinn af Mammút, ungt og efnilegt band.
Söngkonan er svaðaleg, maður á örugglega eftir að búast við miklu af henni eftir nokkur ár.
Annars er Þorkell er frábært lag þar sem ég heillast einna helst af trommunum.


8.Red Hot Chili Peppers - Torture Me
Pynntu mig, Pynntu mig maður.
Nei djók, þetta lag má finna á nýju 28 laga plötu RHCP Stadium Arcadium sem kom út í ár
Gítarsólóið í þessu lagi er rosalegt. Tékkið á því.

9. U2 - Where The Streets Have No Name
Ég var í einhverri fræðslu í rauðakrossdæminu niðri í bæ og þá var mér sagt að u2 hefðu gefið þetta lag til Rauðakrossins.
Annars heillar byrjunin á þessu lag mig alltaf jafn mikið, ég gjörsamlega elska hana.
Þetta lag er á frægusu plötu u2 The Joshua Tree sem kom út árið 1980, Sama ár og John Lennon og John Bonham létust.

10. The Go! Team - Everyone's A V.I.P. To Someone
Núna í sumar kynnist ég enn betur þessi bandi. Ég fór að hlusta meira á það og þetta lag fannst mér samt sem áður skara framúr öllum hinum þó það sé instrumental.
Platan þeirra Thunder, Lightning, Strike er mjög góð enn þessu bandi hefur verið lýst sem blöndu af indie og old shcool hip-hoppi

11. José Gonzáles – Heartbeats
Hinn Sænsk Argentínski tónlistarmaður kom hingað og spilaði á nasa og það var viðtal við hann á rjómanum(rjóminn.is).
Hann hefur gefið út eina plötu sem heiti Veener og á henni er þetta lag
Heartbeats sem er mitt uppáhalds lag með honum.
Hann spilar Ofboðslega fallega kassagítartónlist, ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina.

12. Jenny Lewis with the Watson Twins - Rise Up with Fists
Jenny er með ofboðslega fallega rödd eins og heyrist á þessari plötu sem er hennar fyrsta sólóplata.
Enn hún er líka söngkona Rilo Kiley og hefur lánað Postal Service röddina sína.
Þetta lag er rosalega flott og ekki síst vegna hæfileika Jenny.

13. Air – All I Need
Franska hljómsveitin Air hefur gefið út margar plötur og gert mörg fræg lög enn árið 1998 kom út platan Moon Safari og á henni er lagið All I Need ásamt sexy boy og mörgum öðrum góðum.
Þetta rólsaega lag inniheldur frábæran söng hjá stelpunni sem syngur í laginu.

14. Editors – Munich
Ef þú ert líkleg/ur til aðsetja interpol á fóninn er þetta eitthvað fyrir þig.
Platan þeirra The Black Room er rosalega góð og þetta lag er eitt af þeim frábæru lögum sem þar eru. Bassinn einkennir Editors mikið eins og þetta lag heyrist mér.

15. Telepathetics – Castle
Þessir hressu ungmenn frá Íslandi hafa verið að reyna gera það gott með fyrstu plötunni sinni Ambulance.
Þeir hafa verið að spila um allt land og hana nú.
Þetta er mitt uppáhalds lag með þeim enn ég heyrði það fyrst þegar ég rakst á myspace síðuna þeirra. Lagið er mjög hresst og kemur mér alltaf í stuð.


Takk fyrir mig og þetta var gert til þess að kynna fólki ný lög með hljómsveitum og nýjar hljómsveitir.
www.bit.ly/1ehIm17