Var að raða saman playlista um daginn og það eru margir sem eru að senda inn playlistana sína þannig að ég ákveð að gera það bara líka:)

1.What Could Be-Dropdead
Þetta lag er alvöru pönk maður, 22 sekúndur af brjálæði.

2.I am The Freezing-Fighting Shit
Brjálað lag frá Íslensku snillingunum í Fighting Shit, allir að tékka á þessu bandi. Alveg roshalegt lag.

3.Þeir-Hryðjuverk
Jú þessir eru líka Íslenskir eins og kannski einhverjir tóku eftir en þetta er nokkuð svipað band og Fighting Shit. Gott lag.

4.Til Sölu-Hryðjuverk
Djöfulsins snilld þetta lag. Go native!

5.Death, I…-Psyopus
Sjúkasti gítarleikari sem ég hef nokkurntímann heyrt í, þessi maður er ekki hægt og ég gjörsamlega gapti af undrun þegar ég heyrði þetta lag! Þetta er möst fyrir alla Metal aðdáendur að tékka, þó sumir fíla ekki Hardcore áhrifin.

6.Forsaken-Converge
Hehe þetta lag er klikkað frá meisturunum í Converge.

7.Heartless-Converge
Annað lag með Converge og ekki síðra, kannski meira pönk í þessu en fyrra laginu. Drullugott lag.

8.Fiery-Daughters
Daughters eru þekktir fyrir að ganga of langt en þetta er lag af nýju plötunni þeirra en þetta er aðeins öðruvísi en þeir hafa verið að gera, samt mjög gott lag. Hægt að downloada því á heimasíðunni þeirra.

9.Color Me Blood Red-Converge
Eins og þið sjáið er ég svolítið að fíla Converge þessa dagana, flott gítarsound og brutal öskur með!:)

10.Sacrifice Unto Sebek-Nile
Jæja við verðum að hafa smá Dauðamálm er það ekki? Uppáhalds dauðamálms bandið mitt og þetta er frábært lag, og svona fyrir þá sem vilja vita þá er þetta lag tune-að niður í A:O Brjálaður skítur!

11.Crystal Skull-Mastodon
Fyrsta lagið af næsta disk Mastodon sem á að koma út 12 Sept. ef ég man rétt. Æðislegt leg sem mér finnst eiginlega bara betra og betra með hverri hlustun.

12.Sugar Coated Sour-Dillinger Escape Plan
Geðveikt lag frá meisturunum í Dillinger Escape Plan. Þarna sanna þeir enn og aftur hæfni sína, ótrúlegir tónlistarmenn.

13.Revolt-I Adapt
Besta Hardcore band Íslandssögunar að mínu mati! Rosalegt lag í alla kanta.

14.43% Burnt-Dillinger Escape Plan
Ótrúlegt lag með ótrúlegu bandi! Þetta er það lag sem ég hef spilað hvað mest af öllum lögum sem ég hef hlustað á! Ég gjörsamlega fæ ekki leið á þessu lagi og er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt við það!

15.Anything Jesus Does, I Can Do Better-The LocustÞessir menn eru ótrúlegir. Öll óhljóðin sem þeir geta skapað er ótrúlegt. Snilldar hljómsveit.

16.You Suck At Life-Ed GeinÞessir menn eru eitthvað veikir held ég. Það er ekkert mennskt að geta skapað svona brútal tónlist, one of my all time favorites eins og þeir segja í útlandinu.

17.Blood And Thunder-Mastodon
Það má segja að þetta lag hafi komið Mastodon á kortið enda frábært lag. Kom út á Leviathan plötunni margrómuðu.

18.The Marlboroman Is a Deucebag-Ed Gein
KLikkað, klikkað lag. Essential fyrir Playlistann.

19.The Omen: Ave Satani-Fantômas
Hehe Mike Patton er snillingur og þetta er eitt af mörgum góðum lögum af kvikmyndaplötunni The Directors Cut sem hann gerði með Buzz Osborne og félögum í Fantômas.

20.Reena-Sonic Youth
Smá tilbreiting frá öllu hinu á disknum. Þetta er af nýjum disk með Sonic Youth sem ber nafnið Rather Ripped og er gæðadiskur. Uppáhalds lagið mitt á þeim disk sem ég mæli með fyrir sem flesta.

21.Panasonic Youth-Dillinger Escape Plan
Virkilega flott lag með DEP. Hágæða hljóðfæraleikur einnig.

22.Brand New Set of Teeth-The Locust
Maður getur ekki annað en hlegið að vitleysisgangnum í þessum mönnum í þessu lagi sem er aðeins 37 sekúndur.

23.Chimera-Mínus
Þetta er af meistarastykkinu Jesus Christ Bobby en mér þykir þetta eldra stöff með Mínus töluvert betra en það nýrra og þetta lag er klassískt.

24.Burning Beard-Clutch
Clutch eru snillingar. Þetta er sko alvöru Southern Rock ´n´ Roll! Textarnir eru líka djöfulli góðir hjá þessum félögum, allir að tékká þessu bandi.

25.Rúdolf-Þeyr
Klassík frá Þeysurunum! Inniheldur eina mest grípandi gítarlínu sem ég hef nokkurntímann heyrt, trommutakturinn er einnig mjög þekktur.

26.Roundabout-Yes
Varð að hafa eitt svona old-school lag með! Þetta er örugglega eitt af þekktustu Yes lögunum og kom út á meistarastykkinu Fragile. Snilldar bassalína. Þetta er seinasta lagið á Playlistanum, ágætt að enda hann á þessu.

Jæja, loksins búið. Eins og þið sáuð kannski var þetta mest Hardcore og Málmur en þó læddust inn nokkrum sinnum eitthvað öðruvísi. Allavega takk fyrir mig.
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.