Ætla skella hérna inn mínum öðrum mixdisk, playlista, brennslu eða hvað þið viljið kalla þetta. Þið getið hlustað á þau með því að aðeins klikka á þau. Njótið vel :)

1. The Postal Service - This Place Is A Prison
Tvíeykið í Postal Service, Jimmy Tamborello og Ben Gibbard eru einfaldlega guðir í mínum augum. Jimmy Tamborello fyrir sitt snilldar elektróníska indí undir m.a. nöfnunum Dntel og James Figurine og svo Ben Gibbard fyrir sína frábæru laga- og textasmíði sem All-Time Quarterback og síðar forsprakki Death Cab For Cutie. Á fyrsta og eina disk Postal Service til þessa, Give Up, uppgvötar maður sífellt eitthvað nýtt þó svo maður sé búinn að hlusta á lögin þúsund sinnum. Þetta er nýjasta uppgvötunin.
Þess má geta að þeir félagarnir eru búnir að taka upp 2 lög fyrir nýja plötu sem áætlað er að gefa út seinnihluta ársins 2007.

2. Broken Social Scene - Anthems For A Seventeen Year Old Girl
Það er alveg ótrúlegt hvað Kanadabúar geta af sér mikið af frábærri tónlist. Sífellt koma upp fleiri og fleiri sérstæð bönd uppá sjónarsviðið og slá í gegn frá þessari þjóð. Þó er þessi ekki beint sú nýjasta af nálinni. Þetta fjölmenna band (10 manns) hefur gefið út 3 breiðskífur og gefa þær hvorri annari ekkert eftir. Þetta og næsta lag hér fyrir neðan standa hvað mest uppúr að mínu mati.

3. Broken Social Scene - Lover's Spit

4. The Raconteurs - Together
Er ég var á Hróarskeldu nú í ár þá kíkti ég á þá Jack White og félaga aðeins til að sjá eitt lag, Steady As She Goes. Hafði ekki hlustað mikið á diskinn þeirra fyrir og var heldur ekkert voðalega spenntur yfir en þeir hrifu mig algjörlega með þessari fallegu ballöðu.

5. Placebo - Follow The Cops Back Home
Þetta lag uppgvötaði ég líka á Hróarskeldu og varð ég alveg dolfallin yfir því. Ég hafði hlustað á nýju plötuna þeirra, Meds, þónokkuð en af einhverjum ástæðum hafði ég aldrei tekið neitt sérstaklega eftir þessu lagi.

6. Josh Ritter - Girl In The War

Lítið hef ég að segja um þetta lag. Einfaldlega mitt uppáhalds lag með þessum mjög svo fína trúbardor.

7. Ryan Adams - Desire
Ryan Adams er guð, já þó svo ég sé búinn að segja að Jimmy Tamborello og Ben Gibbard séu það líka þá er hann það klárlega líka. Skiptir engu hvort það sé kántrí, hrátt rokk eða róleg þjóðlagatónlsit sem hann spilar…. allt er hreinn unaður!

8. Hot Chip - Crap Kraft Dinner
Hot Chip sína hér aðeins öðruvísi hlið heldur en fólk er vant, a.m.k. það sem hefur ekki heyrt annað en “Over And Over” sem tröllríður útvarpsstöðum landsins um þessar mundir.

9. Q And Not U - Soft Pyramids
Frábært lag með þessari indí sveit sem því miður lagði upp laupana eftir þeirra síðustu plötu, Power, árið 2004.

10. Damien Rice - Accidental Babies (Live)

Damien Rice hefur verið og er og mun ábyggilega alltaf vera minn uppáhalds tónlistarmaður. Eitthvað við hann sem hrífur mig sem enginn annar hefur, þó hefur mér þótt leitt hvað sumt fólk missti álit á honum eftir nauðgun m.a. FM957 á Blower's Daughter.
En að laginu, þá er þetta nýtt efni sem aðeins er til á Live útgáfu. Væntanlega efni í næstu plötu ef það verður einhver önnur plata… :/
Er í aðeins öðruvísi stíl heldur en maður á að venjast hjá honum þar sem hann er vopnaður píanóinu í þetta sinn en ekki gítarnum. Afar flott píanó stef og frábær texti. Mæli mjög með.

11. The Lovely Feathers - I Really Like You
Annað Kanada band hér á ferð sem gaf út sinn fyrsta disk í apríl á þessu ári, Hind Hind Legs. Lagið byrjar með öskrum og látum og fer síðan yfir í rólegri fíling. Textinn “I really really really really really like you” festist algjörlega í hausnum á manni.

12. Play Radio Play - Jello

Play Radio Play kallar sig 16 ára drengur að nafni Dan Hunter. Tónlistin hans er alveg keimlík Postal Service, veit ekki hvort það sé bara trommuheilinn sem gerir það að verkum eða hvað. Allavega þá eru mörg flott lög með þessum strák og sérstaklega þetta. Fullt af fleirum lögum eru hægt að finna á heimasíðunni hans hér

13. Cold War Kids - Hospital Beds
Cold War Kids er amerísk sveit sem er á leiðinni hingað til lands að spila á Iceland Airwaves í október. Ekki beint mjög þekkt nafn en engu að síður eitt af mest spennandi böndunum á hátíðinni.

14. Sunset Rubdown - Stadiums and Shrines II
Kanadískt stöff enn og aftur en hér er á ferð önnur sveit Spencer Krug, forsprakka Wolf Parade sem m.a. eru líka að koma hingað að spila á Iceland Airwaves. Þetta side-project band hans er að verða nokkuð þekkt núna og sýnir það hversu vel maðurinn er að sér í tónlistinni.

15. RJD2 - Ghostwriter
Ramble Jon Krohn, betur þekktur sem RJD2, er amerískur hip hop prodúser. Auk þess er hann DJ líka og er þetta lag með honum tær snilld. Hef ekki kynnt mér manninn neitt sérstaklega vel en þetta lofar allavega góðu.

16. The New Pornographers - Streets Of Fire
Eitthvað áhugaverðasta og skemmtilegasta indí band um þessar mundir að mínu mati. Fínt að enda playlistann á þessu lagi.

Endilega kikið á þessi lög og tjáið ykkur um þau.
Kv, Indie