Breakbeat.is-Virkni / Iceland Airwaves / Knowledge Magazine
og Spegils kynna…
DIGITAL (Metalheadz/Reinforced/Phantom Audio)
+ DJ Reynir, DJ Kristinn og Tommi White (efri hæð)

>>> Fimmtudagskvöldið 20. september á Astró (Austurstræti
22)
>>> Miðaverð er 500 krónur / Húsið opnar klukkan 21:00

Breakbeat.is tekur þjófstart á Iceland Airwaves
tónlistarhátíðina fimmtudagskvöldið 20. September, undir
merkjum Breakbeat.is-Virkni, í samvinnu við aðstandendur
Iceland Airwaves, breska tónlistartímaritið Knowledge
Magazine og Spegils. Viðburðurinn fer fram næturklúbbnum
Astró. Heiðursgestur kvöldsins er breski Metalheadz
tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Digital sem hlotið mikla
athygli fyrir sinn einstaka breakbeat hljóm; svarta drum &
bass tónlist fulla af reggí, dub og gömlum acid house/old
skool hardcore áhrifum. Þrátt fyrir að leita oft aftur í ræturnar í
tónsmíðum sínum og plötusnúningi hefur Digital ávallt verið
boðberri nýrra og ferskra strauma innan drum & bass og
jungle tónlistarinnar gegnum árin.