Miles Davis og fleiri Það sem hefur farið framhjá allt of mörgum er sú tónlist sem flokkuð er undir nafninu “JAZZ”. Þessa tónlist má ekki kalla rusl
því í samanburði við margar aðra tónlist(nefni engin nöfn) er þessi svo mikil drulluf***ing
snilld að það er ekki normal!!

Saga þessarar efnismiklu tónlistar hófst um 1914 hálfpartinn með laginu-Alexanders Ragtime Band en svo komu
fleiri frumherjar eins og Louis Armstrong sem söng ekki bara froðu heldur var frumherji djassins. Til að gera langa sögu stutta þá komu aðrir tómlistarmenn eins og Dizzy Gillespie, Charlie Parker,
Cannonball Adderley og að ógleymdum snillingnum Miles Davis en hann spilaði á trompet en ógleymanlegi fallega-ljóðræni
tónninn sem hann nær úr hljóðfærinu er yfirnáttúrlegur.


Miles Davis var einstakur snillingur en hann hélt
Jazzinum uppi í u.þ.b. hálfa öld og var stöðugt að gera nýja hluti.
Hann starfaði m.a. með upphafsmönnum Be-Bop´sins(Charlie Parker,
Dizzy Gillespie)en hann hóf einnig spila með stórmeistaranum og
útsetjaranum Gil Evans en plötur sem þeir gerðu saman voru m.a.
endurgerð af jazzóperu Georges Gerswhins-Porgy and Bess
(sem inniheldur meðal annars hið víðfræga lag “Summertime”),
og einnig plötuna Sketches of Spain.

En ein frægasta plata í heimi innan tónlistarinnar
er einnig með honum en hún heitir KIND OF BLUE(gerð 1959) þar sem lög eins og “So What” eða “Freddie Freeloader”toppa plötuna en platan er hreint meistaraverk sem engin önnur plata toppar(kannski Srgnt. pepper)en sú plata inniheldur
jazz af fínustu gerð og inniheldur tónlistarmenn eins og Tony
Williams-trommur, John Coltrane saxófónn, Cannonball Adderley sama, Bil Evans á píanó og Paul Chambers á kontrabassa.
Um þessa plötu hafa margar bækur verið gerðar en
margfalt fleiri um manninn sjálfan, strax fóru stælingar að skjóta upp kollinum allstaðar(þótt
það sé ekkert slæmt. En víkjum núna aftur áfram um sögu þessa merka manns.

Allar fyrri plötur hans voru órafmagnaðar, þannig að nú var kominn tími til að breyta um stíl. “In A Silent Way”(1969)
kom og gjörbreytti öllu.Sú plata lætur manni líða eins og maður fljóti um draumaheim og bíði eftir að maður vakni en gerir það ekki.
Bitches Brew(1969 líka)breytti tónlistinni um gjörvallan heim þótt allir viti það ekki, en kolbrjálaða stemningin á henni er alveg mögnuð. Live Evil(1970) kom stuttu eftir
en sama stemmning er þar en með harðri en góðri spilamennsku og góðu grúvi, því þarna var hann að hlusta mjög mikið
á fönk(algjör snilld)og þar á meðal á Sly Stone og Jimi hendrix en þeir ætluðu að vinna saman en svo dó Hendrix svo lítið
varð úr því. Seinna tók hann sér hlé(enda átti hann það skilið fyrir harða vinnu).


Lögin hans voru ekki nein þriggja mínútna tónsmíðar heldur oft upp í 30-40 mínútur. Hann var víst snargeggjaður á tónleikum en ekki með að nota blys og sprengjur, heldur klikkun. Eitt sinn átti hann að fá betri samning hjá öðru fyrirtæki en hann vann
hjá en hann átti því miður 4 plötur eftir hjá hinum svo hann
gerði þær allar á einum degi(cookin,steamin, walkin, relaxing), hver annarri betri!!!!!!

Hann gerði yfir 180 plötur en um 60 þeirra Bootlega. Hann dó 28. september 1991,
eftir 50 ára starf í tónlist. Megi hans sál og minning hvíla í friði. Amen!

PS ekkert vera að nöldra í mér um hann fyrr en þið hafið HLUSTA á hann. +þetta er bara mín skoðun en ekki ykkar og því verður ekki breytt. Takk fyrir.