Það verður rokk og ról á Gauknum þri 11. september en þar
koma fram :

Suð
Fuga

Báðar þessar sveitir spila eðal post-rokk. Suð hafa verið
starfandi í nokkur ár og hafa alltaf haldið sér í flokki
jaðarsveita. Fuga eru nýrri af nálinni og hafa verið starfandi í
eitt ár. Þeir félagar hyggjast fara í eitt af betri stúdíóum
bæjarinns og taka upp plötu á næstunni. Þess má geta að
helmingur Fuga skipa einnig Porno Popp, sem er einnig að
vinna að nýrri plötu. Spennandi Stefnumót framundan
næstkomandi þriðjudag sem enginn ætti að missa af !

Húsið opnar kl: 21:00 og það kosta 500 kr,-inn. Það er 18 ára
aldurstakmark og glaðningur frá Budweiser fylgir fyrstu 100
miðunum.